Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 38
inn í sinn skáldskap án þess að það sé hrár áróður, þá er það dýrlegt. En það
er ekki takmark skáldskapar vegna þess að við höfum óbundið mál, ritgerðir,
þar sem við getum skrifað um það sem við viljum án skáldskapar.“
Ertu þá að segja „Listinfyrir listina“?
„Nei, ekki endilega. Ég er að segja að skáldskapur sé mikil áskorun, nógu
mikil áskorun til þess að það er ærið hlutverk að glíma við hann og fæstum
tekst það. Það að skrifa vel og yrkja vel er þvílík íþrótt að það þarf ekkert
annað til þess að eiga erindi við skáldskapinn og umhverfi sitt. En hvað menn
skrifa um skiptir engu máli, það er hægt að skrifa gífurlega merkilegan
skáldskap um hráslagalegustu hluti. Ef menn skrifa góðan skáldskap í bún-
ingi þjóðfélagskönnunar, eins og Halldór Laxness hefur gert, og nota hæfi-
leika sína sem framlag til betra þjóðfélags, þá er það náttúrlega tvöfalt
hlutverk.“
Finnstþér skáldskapurinn verða meiri þá?
„Nei, ekki endilega. Mér finnst hann hnýsilegur sem slíkur en ekkert meiri
en skáldskapur sem fjallar ekki um neitt annað en skáldskap eins og Rilke
eða Valéry. Eða Mallarmé. Þeir eru að rækta tunguna og hugsunina og það
er ærið viðfangsefni. Ég hef aldrei séð neinn nasisma í verkum Hamsuns,
samt vitum við að hann dýrkaði Hitler. En skáldskapurinn var honum
nægileg áskorun til þess að vera ekki að dýrka neitt annað í verkum sínum.
Ég hef heldur ekki séð kommúnisma í verkum Halldórs Laxness heldur bara
boðskap um manninn. Ekkert er meira þroskandi eða mannbætandi en
mikil list. Það er enginn boðskapur í Mozart. Tónlist Beethovens er ekki að
segja okkur að hafa frjálst markaðskerfi, þó að níunda sinfónían sé einhvers
konar Evrópusambandslag! Það verk er mikil áskorun og boðskapur um
mikilvægi listarinnar. Hún er líka veggir Afmannagjár fyrir bergmálið í
manninum; þannig er mikil list.
Ég hef verið ritstjóri Morgunblaðsins í 37 ár og mér hefur aldrei dottið í
hug að það væri hlutverk mitt sem skálds að tilkynna það sínkt og heilagt í
mínum skáldskap að einhverjir útgerðarmenn og fjölskyldur þeirra verði að
eiga fískinn, auðlindina. Þvert á móti hef ég talið það rangt og farið herferð
gegn því. En ekki í skáldskap.
Jónas notaði þjóðfélagslegt umhverfi sitt í skáldskap sínum, og hann
minnti okkur á hagnýtinguna og upplýsinguna, en það er ekki það sem gerir
skáldskap hans mikilvægan heldur hefur skáldskapur hans gert þessi við-
fangsefni merkilegri en ella. Af því hann var nógu stór til þess. Ef Jónas hefði
verið ómerkilegt skáld þá skipti engu máli hvað hann orti um.
Ég hef með tímanum fengið æ meiri áhuga á þjóðfélaginu innan haus-
kúpunnar. Þar er mitt þjóðfélag. Það er mjög húmanistískt þjóðfélag, en það
er þjóðfélag draumsins, milli draums og veruleika. Ég held að á þeim
mörkum verði meira og minna allur skáldskapur til, og á sömu mörkum sé
hægt að rækta mennskuna í manninum og skila henni út í þjóðfélagið.“
36
TMM 1996:3