Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 43
bækurnar mínar. Og það var mér mikill styrkur þá því ég vissi að Gunnlaugur
gerði ekkert sem hann vildi ekki gera sjálfur. Þegar Erró myndskreytti
bækurnar mínar þá var það eðlilegt framhald af því að ég átti þátt í því að
Erró kom heim affur. Það munaði minnstu að Erró hyrfi íslendingum á
þessum árum. Ég frétti að hann hefði ekkert samband við fslendinga í París
nema einu sinni á ári þegar hann kom í sendiráðið til að framlengja passann
sinn. Og ég taldi þetta fyrir neðan allar hellur. Ég hafði kynnst Erró á sjötta
áratugnum og með okkur tókst vinátta. Við erum á svipuðum aldri. Og ég
skrifaði samtöl við hann og tók þátt í að koma honum á framfæri. Og ég held
að honum hafi þótt vænt um það því hann þótti nú ekkert lítill framúrstefnu-
maður á þessum árum. Upp úr þessu talaðist svo til að hann skreytti þessar
ljóðabækur og hann gerði það með ánægju.“
En síðan hefurðu ekki látið myndskreyta bækur þínar.
„Nei, ég held að forlög hafi ekki verið æst í að láta myndskreyta ljóðabæk-
ur, það kostar sitt og ég vildi ekkert vera að leggja það á mína útgefendur.
Auk þess fannst mér orðið ágætt að vera einn á ferð.“
Áttu eftirlætisljóð eftir sjálfan þig?
„Mér finnst svolítið erfitt — þetta er nú moj-plata að spila hana — að
segja við ljóðin sín: þetta er uppáhaldsljóðið mitt — mér þykir vænna um
þig en ykkur hin. Og ég er ekki viss um að mér þyki það. En kannski finnst
mér meira gaman að lesa og líta á sum ljóð en önnur.
Það var sagt í dönsku dómunum að Fagur er dalur væri mitt „gennem-
bruds“ verk, og hún varð vinsæl og seldist í tæplega 2000 eintökum hér
heima. En þegar ég hugsa um þetta þá er ég ekki frá því að ég telji sjálfur að
— ég er ekki að segja að Jörð úr ægi sé besta bókin mín, ég myndi aldrei segja
það, en ég held að hún sé sú bók sem var mér mikilvægast að yrkja þegar hún
var ort. Það var erfitt að halda svona löngum ljóðaflokki til streitu, og ég varð
að vera í sérstöku hugarástandi þegar ég var að yrkja hann. Ég þurfti að halda
sérstökum andblæ gegnum allan flokkinn og það var virkilega mikil áskorun,
og ég gladdist mikið þegar ég fann að þessi fuglasöngur hélst til enda. Það
var mér mikils virði. En maður veit aldrei um aðra.
Skáldið er einn við sinn spuna, og undir hælinn lagt hvort honum tekst
að tengja sig einhverjum öðrum. Hann vonast til að þögult tómið sé ekki
eina svarið, en hann er einn eins og kóngulóin og þarf að bíða og bíða. Lífið
er löng bið eftir því að eitthvað gerist, einhver ljúki einhverju, eitthvað hefjist.
Bið effir fæðingu, bið eftir dauða. Umfram allt bið.“
TMM 1996:3
41