Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 23
inni, og ekki eins pólitískur. Til dœmis skrifaði ég hjá mér þessa setningu úr
frumgerðinni: „Getur nokkrum stokkið bros / í heimi svo hróplegrar eymdar?“
í seinni gerðinni er hún horfin!
„Er það? Ég reikna með því að hún hafi horfið ekki vegna meiningar
heldur vegna þess að mér hafi fundist hún of prósaísk.“
Einu sinni í þessari endurgerð tók ég eftir að þú notar tœkisþágufall í
samrœmi við breyttan Ijóðstílþinn á árunum sem líða á milligerðanna tveggja
af Sálmunum: „Við höfum séð vindinn / leggja hönd svartra skugga / á vatn
árinnar“ í XLIII. sálmi verður í 52. sálmi nýju gerðarinnar:
Við höfum séð vindinn
fara ána
svörtum skuggum.
Hvers vegna ertu svona hrifinn af tœkisþágufalli?
„Mér finnst þetta seinna helvíti fallegt. Elegant. Áherslan færist frá prósa-
tilfmningu yfir í Ijóðræna tilfinningu. En er ekki gaman að eiga þetta í báðum
gerðunum? Til þess að bókmenntafræðingar hafi eitthvað að gera!“
Þetta stílbragð kemur ekkifyrir ífyrstu bókunum þínum, fer svo að leita á
þig. Þetta er ein leiðin sem þú notar til að þjappa. Gera myndina beinni. En er
þetta upp áfegurðina?
„Já, ljóðrænni blæ.“
Vísur um vötn koma nœst, 1971. Gamansamir bragir í anda Annesa og eyja
eftir Jónas. Bæði erformið afbrigði afforminu sem hann notar og aðferðin: að
tala um samferðamenn eins ogþetta sé prívat kveðskapur.
„Þetta er tilbúið tilbrigði við Jónas. Ég hafði ort eitt kvæði af þessu tagi
áður, eftir Ameríkuferð, það er í Ferðarispum og fyrirsögnin er Stop the bloody
war ef ég man rétt. Það er um Víetnam. Þessi bók er upplyfting, en ég afneita
henni ekki.“
„Hvers vegna er ég ekki hagamús“
Karlmaðurinnsempersóna, bœði íIjóðum karla ogkvenna, eroftasthviklyndur,
hann kemur ogfer. 1 „Myndum í hjarta mínu“ í Fagur er dalur fengum við
fyrstu myndirnar þínar af heimilisföðurnum, ástríkum föður og eiginmanni,
sem heyrir vorið koma í hjali barns síns. Ennþá nœr honum komumst við í
„Hversdagsljóðum“ í Mörg eru dags augu frá 1972, þar sem þú opnar inn á
öryggisleysi hans, kvíða, löngun til aðflýja ábyrgð. Þarna ertu líka hefðabrjótur.
Hvernig var þessum heimilislegu Ijóðum tekið?
„Ég orti þessi ljóð eins og alla ljóðaflokka sem ég hef ort, í einhvers konar
æðiskasti. Það hvíldi á mér að svona ljóð hefðu ekki verið ort. Mér fannst að
þetta væri hin hátíðlega gleði lífsins, að vera svona hversdagslegur. Eins og í
Sálmunum. Ég reikna með því að „Hversdagsljóð“ hafi ekki þótt nógu fínn
TMM 1996:3
21