Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 13
leita að verðmætum og koma þeim á framfæri. Ég vildi breyta Morgunblað- inu úr þröngu málgagni í opið blað allra landsmanna þar sem menn ættu heima þótt þeir hefðu ólíkar skoðanir. Ég gæti trúað að þetta yrði kannski einhvern tíma metið. Að öðru leyti ætlast ég ekki til neins af framtíðinni. Hún er valtur vinur. Þó er samtíðin náttúrlega miklu glámskyggnari! Allur skáldskapur er barátta við tortímingu, og í þessari baráttu er tilraun til að stöðva tímann, tilraun til þess að taka þátt í einhvers konar verðmætasköpun. Og öll skáld vona innst inni að þeim hafi tekist að skapa einhver þau verðmæti sem einhver geti einhvers staðar og einhverntíma notið góðs af. Þá er einhver andblær af manni sjálfum og umhverfi manns eftir. En ég hef verið alltof upptekinn við að lifa til þess að grufla yfir því hvort ég muni lifa eða deyja. Dauðinn er mér mikil áskorun. Og mér líkar ekki við dauðann af því að ég er steingeit. Ég vil hafa vaðið fyrir neðan mig, og helst af öllu vil ég hafa dauðann fyrir neðan mig! En það hef ég ekki, því er nú ver!“ Ef væri ég söngvari Það má finna áhrif frá ýmsum skáldum í Borgin hló, til dæmis Tómasi Guðmundssyni, Steini Steinarr og Hannesi Péturssyni af þálifandi íslenskum skáldum; en mér finnst áhrifin frjórri frá mun eldra skáldi bandarísku, Walt Whitman. Þú talaðir við mig. Og eggjandi nœtur hlógu ífangi þínu og mislyndir dagargrétu í brjósti þínu og hvítar stjörnur spegluðust í svörtum augum oggráum einmana götum, þegar ég lék á hörpuna og orti sönginn um sjálfan mig. „Ég kynntist Whitman ungur, í menntaskóla, fann hann í bókabúð. Það kynnti mig enginn fyrir Walt Whitman. Sko. Það eru tvö skáld sem höfðu meðvituð áhrif á mig í Borgin hló, — sem ég vildi að hefðu áhrif á mig. Bara tvö. Og þau sem þú nefndir, það eru bara samtöl milli skálda eða eitthvað sem er óvart og manni er alveg sama um. Fyrst og fremst nefni ég Walt Whitman. Söngurinn um sjálfan mig eftir Whitman er ekki eins sjálfhverfur og nafnið bendir til. Hann er að syngja um Bandaríkin. „Myself' er nýr heimur, ný veröld að rísa, og hann er söngvari þessarar veraldar. Þegar Leaves of Grass birtist 1855 varð bandarísk ljóðlist til, laus við breska áferð. Bandarískt tungutak ónotað í ljóði fram að því. Ég er reykvískur strákur og ég kunni ekkert annað tungumál en reykvískt talmál. Það var ekki fínt að skrifa á reykvísku. Það var óskáldlegt tungutak og hafði ekki fyrr verið notað í ljóðlist. Hún hafði verið öguð á upplýstu sveitamáli TMM 1996:3 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.