Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 127
Ritdómar
Mótsögn, ráðgáta, von
Gyrðir Elíasson: Kvöld í Ijósturninum. Mál og
menning 1995. 88 bls.
Textar Gyrðis Elíassonar einkennast
ekki hvað síst af ráðgátum. Þrátt fyrir að
samfellan í höfundarverki hans sé mjög
sterk, þrátt fyrir að hver ný bók sýnist
vaxa út úr þeirri næstu á undan, ná nýju
bækurnar aldrei að skýra fýllilega út það
sem vakti spurn í undangengnum verk-
um. Sé höfundarverkið lesið í samhengi
koma að sjálfsögðu í ljós þræðir sem
hægt er að rekja sig eftir, endurtekin
minni, svipuð beiting myndmáls,
áþekkur stíll, en þessar endurtekningar
draga ekki úr þeirri yfirþyrmandi spurn
sem einkennir þessa texta. Eitthvað hef-
ur gerst eða á að fara að gerast, en það er
ekki þarna, og lesandinn veit ekki hvar
það er, né hvað það er. Ogþað sem meira
er: lesandinn veit sjaldnast af hverju
hann heldur að eitthvað sé yfirvofandi.
Hann grunar það fyrst og fremst. Þessi
grunur tjáir í sífellu tilvist einhvers sem
ekki er hægt að tjá en rís engu að síður
upp af orðunum. Eitthvað er þarna en
það er ekki hægt að setja það ffam og af
þessari þverstæðu vaxa ráðgáturnar.
Nýjasta bók Gyrðis, sagnasafnið Kvöld í
Ijósturninum, einkennist ekki síður af
þessum þverstæðum en fýrri verk hans
og samt er hún líkt og fyrri sagnasöfn
hans Heykvísl og gúmmískór (1991) og
Tregahornið (1993), skrifuð á mjög ein-
földu og auðskiljanlegu máli. Ráðgát-
urnar liggja ekki í spenntum myndum
eða snúnum setningum heldur í skyndi-
legum rofum sem verða í frásögninni, í
skorti á útskýringum, skorti á orsökum.
Og síðast en ekki síst liggja þær í sér-
kennilegri togstreitu á milli vitundar
sem vill setja ráðgáturnar í dulhyggju-
lega og trúarlega vídd, tengja þær við
heimsmynd sem er í andstöðu við nú-
tímann, og hánútímalegrar formvit-
undar. Texti Gyrðis megnar það sem svo
margir samtímatextar heykjast á: að
halda út mótsagnirnar, að halda út
spennuna sem er þarna á milli, svíkja
hvorugt, án þess að hlaupa til og heimta
sættir hvað sem það kostar.
Opnað og lokað
Því sögurnar í Kvöldi í Ijósturninum eiga
allar eitt sameiginlegt. Þær eru túlkun-
arþurfi en birta um leið vandkvæði þess
að túlka og efann um réttmæti þess að
setja lokapunkt aftan við túlkunarferlið
sem tryggja á að sagan standi sem sjálf-
stæð, fagurfræðileg „heild“. Þær eru
óaðskiljanlegur hluti af fagurfræði mód-
ernismans sem hafnar lokuðum heild-
um og sér í þeim helsi steinrunninnar
hugsunar en ræktar leikinn, hið óvænta,
furðulega og þversagnarkennda. En þótt
hið „opna“ í sögunum sé vissulega áber-
andi þáttur hafnar Gyrðir í grunninum
þeirri afhelgun, þeirri „sekúlaríseringu“
sem þar býr að baki. Afhelgunin er
hörmuð og tengslaleysinu við trúarlega
og frumspekilega vídd mannsins lýst
sem lamandi ástandi. Það liggur and-
TMM 1996:3
125