Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 15
Hönnu og öll síldarævintýri löngu liðin saga! Án skáldaleyfis kemst ekkert
kvæði á flug. Við verðum að fljúga á vængjum þess ef ljóðið á ekki að vera
eins og hver önnur tölvuútskrift. Skáld skilja ekki á milli veruleika og
skáldskapar. Þau upplifa veruleikann oft sem skáldskap og öfúgt. Ævisaga
Goethes heitir Dichtung und Wahrheit. Það segir allt.“
Þessi bók er byggð eins og lífshlaup. í henni eru öll efni sem skáld tekurfyrir,
bernska, ást, erótík, elli, dauði, stríð, ofbeldi. Finnstþér núna eins ogþú hafir
haldið að þetta yrði eina bókin þín?
„Ég held að ég hafi vitað að ég myndi yrkja þessa æskubók og hún yrði
með ýmsum andstæðum sem alltaf hafa verið í mér sjálfum. Ég vildi túlka
og geyma þennan skemmtilega tíma sem ég upplifði mjög sterkt.Ætli ég hafi
ekki verið eins og hunangsflugan, hún veit ekki að ef hún stingur þá deyr
hún en hana langar til að fá allt hunangið, og ef einhver er fyrir henni þá
bara stingur hún!“
Ertu þá að hugsa um sjálfan þig, þetta tímabil í lífi þínu, eða samtímann,
kaldastríðsárin?
„Hvort tveggja. Sjáðu til, ég sýg stríðið í mig eins og þerriblað. Ég var í
bröggunum innan um hermennina, og ég kynntist þessum ungu drengjum,
Kanadamönnum, Ástralíumönnum, Bretum, Ameríkönum. Stundum kom-
um við að þar sem einhver var nýdáinn, til dæmis úr lungnabólgu. Þetta voru
tvítugir menn. Þegar ég var tíu ára fór ég með föður mínum norður í land
og við gistum á Blönduósi. Þá voru hermenn við ósinn á Blöndu og pabbi
spurði hvað þeir væru að gera, það var svo draugalegt að sjá til þeirra. Þá
voru þeir að tína upp félaga sína sem höfðu farið á kaðli yfir Blöndu og
drukknað í ánni. Foreldrar þeirra, unnustur þeirra fengu bara upplýsingar
um að þeir hefðu farist í íslensku fljóti. Það var líka skotin niður flugvél yfir
Langadalnum þegar við vorum á leiðinni norður. Þetta stríð var styrjöld
dauðans og við upplifðum dauðann í mjög nálægri Qarlægð. Við horfðum á
menn brenna inni í flugvélum og lík borin úr brennandi skipum. Dauðinn
var partur af veröld okkar, og þetta hafði áreiðanlega gífurleg áhrif á mig. Ég
hugsaði mikið um ungu mennina sem urðu fórnarlömb þessa hildarleiks og
líka um hvaða skilaboð fólkið þeirra fékk. Og mér fannst og hefur alltaf
fundist að þessum mannslífum hafi verið sóað á íslandi. Það var verið að
gera alls konar tilraunir með unga menn sem þekktu ekki landið. Þeir áttu
að fara á kaðli yfir Blöndu. Aldrei færi ég á kaðli yfir Blöndu. Þeir áttu að
fara á hálfónýtum prömmum yfir Hrútafjörð og fóru 20-30 í sjóinn. Bein
þeirra voru enn fiskuð upp tuttugu árum seinna. Þetta var svona.
Ég heimsótti vin minn á Vífilsstaði á gamlárskvöld, fársjúkan af berklum,
og þá segir hann: Við bíðum eftir því að karlinn í næsta rúmi deyi. Nú, segi
ég, af hverju? Af því að við megum ekki sprengja á miðnætti ef hann lifir, en
ef hann deyr þá megum við sprengja!
Það er ekki tilbúinn skáldskapardauði sem ég er að fjalla um. Ógn og
óhugnaður voru mjög nálægt manni. En þrátt fyrir allt var vor í lofti og
TMM 1996:3
13