Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 15
Hönnu og öll síldarævintýri löngu liðin saga! Án skáldaleyfis kemst ekkert kvæði á flug. Við verðum að fljúga á vængjum þess ef ljóðið á ekki að vera eins og hver önnur tölvuútskrift. Skáld skilja ekki á milli veruleika og skáldskapar. Þau upplifa veruleikann oft sem skáldskap og öfúgt. Ævisaga Goethes heitir Dichtung und Wahrheit. Það segir allt.“ Þessi bók er byggð eins og lífshlaup. í henni eru öll efni sem skáld tekurfyrir, bernska, ást, erótík, elli, dauði, stríð, ofbeldi. Finnstþér núna eins ogþú hafir haldið að þetta yrði eina bókin þín? „Ég held að ég hafi vitað að ég myndi yrkja þessa æskubók og hún yrði með ýmsum andstæðum sem alltaf hafa verið í mér sjálfum. Ég vildi túlka og geyma þennan skemmtilega tíma sem ég upplifði mjög sterkt.Ætli ég hafi ekki verið eins og hunangsflugan, hún veit ekki að ef hún stingur þá deyr hún en hana langar til að fá allt hunangið, og ef einhver er fyrir henni þá bara stingur hún!“ Ertu þá að hugsa um sjálfan þig, þetta tímabil í lífi þínu, eða samtímann, kaldastríðsárin? „Hvort tveggja. Sjáðu til, ég sýg stríðið í mig eins og þerriblað. Ég var í bröggunum innan um hermennina, og ég kynntist þessum ungu drengjum, Kanadamönnum, Ástralíumönnum, Bretum, Ameríkönum. Stundum kom- um við að þar sem einhver var nýdáinn, til dæmis úr lungnabólgu. Þetta voru tvítugir menn. Þegar ég var tíu ára fór ég með föður mínum norður í land og við gistum á Blönduósi. Þá voru hermenn við ósinn á Blöndu og pabbi spurði hvað þeir væru að gera, það var svo draugalegt að sjá til þeirra. Þá voru þeir að tína upp félaga sína sem höfðu farið á kaðli yfir Blöndu og drukknað í ánni. Foreldrar þeirra, unnustur þeirra fengu bara upplýsingar um að þeir hefðu farist í íslensku fljóti. Það var líka skotin niður flugvél yfir Langadalnum þegar við vorum á leiðinni norður. Þetta stríð var styrjöld dauðans og við upplifðum dauðann í mjög nálægri Qarlægð. Við horfðum á menn brenna inni í flugvélum og lík borin úr brennandi skipum. Dauðinn var partur af veröld okkar, og þetta hafði áreiðanlega gífurleg áhrif á mig. Ég hugsaði mikið um ungu mennina sem urðu fórnarlömb þessa hildarleiks og líka um hvaða skilaboð fólkið þeirra fékk. Og mér fannst og hefur alltaf fundist að þessum mannslífum hafi verið sóað á íslandi. Það var verið að gera alls konar tilraunir með unga menn sem þekktu ekki landið. Þeir áttu að fara á kaðli yfir Blöndu. Aldrei færi ég á kaðli yfir Blöndu. Þeir áttu að fara á hálfónýtum prömmum yfir Hrútafjörð og fóru 20-30 í sjóinn. Bein þeirra voru enn fiskuð upp tuttugu árum seinna. Þetta var svona. Ég heimsótti vin minn á Vífilsstaði á gamlárskvöld, fársjúkan af berklum, og þá segir hann: Við bíðum eftir því að karlinn í næsta rúmi deyi. Nú, segi ég, af hverju? Af því að við megum ekki sprengja á miðnætti ef hann lifir, en ef hann deyr þá megum við sprengja! Það er ekki tilbúinn skáldskapardauði sem ég er að fjalla um. Ógn og óhugnaður voru mjög nálægt manni. En þrátt fyrir allt var vor í lofti og TMM 1996:3 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.