Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 107
kemur í veg fyrir að þeir geti komið sér beint og vafningalaust að að kjarna málsins (kjarni málsins: það sem listamaðurinn sjálfur, og hann einn, getur sagt). Þannig er því varið með Bacon: bakgrunnur málverka hans er nauðaein- faldur, flatur; en líkamarnir í forgrunninum eru unnir af því þéttara og fjölbreyttara samspili lita og forma. Það er eimitt þessi fjölbreytni (sem minnir á Shakespeare) sem skiptir hann svo miklu máli. Án þessarar fjöl- breytni (fjölbreytni sem myndar andstæðu við flatan bakgrunninn) myndi fegurðin rýrna, rétt ein og hún væri „sett í megrun“, eins og dregin niður, en Bacon er ævinlega fyrst og fremst að fást við fegurðina, fást við að sprengja fegurðina, og þótt það orð þyki nú útjaskað og úrelt tengir það hann engu að síður við Shakespeare. Þess vegna fer það alltaf í taugarnar á honum þegar menn þráast við að troða orðinu „hryllingur“ upp á málverkin hans. Tolstoj sagði um Leoníd Andrejev og hryllingssögurnar hans: „Hann er að reyna að skjóta mér skelk í bringu, en ég verð ekkert hræddur.“ Nú á tímum eru til allt of mörg málverk sem er ætlað að skjóta okkur skelk í bringu en valda einungis leiðindum. Skelfingin er ekki fagurffæðileg skynjun og sá hryllingur sem bregður fyrir í skáldsögum Tolstojs hefúr ekki þann tilgang að skelfa okkur; kaflinn átakanlegi þar sem Andrés Bolkonskí særist lífshættulega og gerð er á honum aðgerð án nokkurra deyfilyfja er langtífrá laus við fegurð; ekki frekar en nokkurt atriði í leikritum Shakespeares; ekki frekar en nokkurt málverka Bacons. Slátrarabúðirnar eru hryllilegar en þegar Bacon talar um þær gleym- ir hann ekki að geta þess að „í augum málara er þennan dásamlega fallega kjötlit þar aðfinna“. 7 Hvernig stendur á því að mér finnst ég stöðugt sjá skyldleika milli Bacons og Becketts, þrátt fyrir að Bacon segði að svo væri ekki? Þeir eru báðir staðsettir á mjög svipuðum stað í sögu hvorrar listgreinar fyrir sig. Það er að segja, á lokaskeiði leiklistarinnar, á lokaskeiði sögu málaralistarinnar. Því Bacon er einn síðasti málarinn sem notar enn olíu og pensil til að tjá sig. Og Beckett skrifar enn leikrit sem byggja á texta höfund- arins. Vissulega er leiklistin til eftir hans dag, og það má jafnvel vera að hún þróist áfram, en það eru ekki lengur textar leikskáldanna sem veita innblást- ur, endurnýja, viðhalda þróuninni. Bacon og Beckett opnuðu ekki nýjar gáttir í sögu nútímalistar; þeir lokuðu dyrum á eftir sér. Bacon segir við Archimbaud sem spyr hann hvaða sam- TMM 1996:3 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.