Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 61
reyndar þorri norrænna menntamanna fram eftir 19. öld; guðleysi var
tæplega komið á dagskrá. Fyrr hefur verið nefnd andstaða Jónasar og félaga
hans við kenningar Hegels, og er freistandi að geta þess til að tilfmningakuldi
og sú röklega skynsemi sem einkenndi Hegel hafi orkað fráhrindandi á Jónas,
sbr. t.d. kvæðið Hugnun. Tilfinningaleg og þjóðernisleg rómantík átti svo
sterkar rætur í honum að vísindaleg menntun hans fékk þeim ekki haggað.
Áhrifa Schleiermachers og rómantískrar heimspeki sá einkum stað í
vaxandi tilhneigingu til algyðistrúar (panþeisma) sem lagði áherslu á að guð
væri í öllum hlutum og ekki yrði skilið milli guðs og náttúrunnar. Ýmsir
hneigðust til „deisma“, ekki síst náttúrufræðingar, en sú veraldarskoðun
gerði ráð fyrir að guð hefði í öndverðu skapað heiminn, en síðan dregið sig
í hlé og nú réðu náttúrulögmál og því væri könnun þeirra mikilvæg. Tæpast
leikur nokkur vafi á því að Jónas hefur orðið fyrir áhrifum frá algyðistrú og
sú mikla áhersla sem einkum þýskir heimspekingar og skáld lögðu á mikil-
vægi náttúrunnar höfðaði auðvitað alveg sérstaklega til hans. Of mikil
einföldun væri þó, að mínu mati, að kalla Jónas algyðistrúar og reyndar
beinlínis skakkt. Þvert á móti hníga sterk rök að því að Jónas hafi aldrei gefið
upp á bátinn sinn gamla kristindóm, hugmyndina um guð sem veiti veröld-
inni guðlega forsjá og framhaldslíf. Hann leggur talsvert á sig til að halda í
hann, leitast við að fella þessar hugmyndir saman, enda fundu báðar sam-
hljóm í hjarta hans. Kvæði hans og önnur skrif eru órækur vottur þess að
Jónas hugsar mikið um þessi mál, hann er vel heima í helstu kenningum síns
tíma í guðfræði og trúarlegum efnum, sem og raunvísindum, og bregst við
þeim í kvæðum sínum, þ. á m. Grátittlingnum.
í þessu sambandi vil ég vekja sérstaka athygli á merkilegum ummælum í
1. hefti Fjölnis, sem fylgja þýddri grein, ,Athugasemdir um íslendinga,
einkum í trúarefnum“ eftir danska guðfræðinginn Loðvík Kristján Muller.
Þar sem Muller talar um „skynsemistrú" (rationalisma) gera þýðendurnir,
Jónas og Konráð, þessa athugasemd neðanmáls: „Viðvíkjandi því sem höf-
undurinn segir um trúrækni íslendinga er nauðsynlegt að geta þess að
skynsemistrúendur kallast með réttu þeir einir er í trúarefnum meta skyn-
semi sína meir en guðlega opinberun, á slíkan hátt að þegar þeim finnst
skynseminni og henni beri eklú saman, álíta þeir hana óáreiðanlega. I byrjun
þessarar aldar, þá margir álitu skynsemina einhlíta í trúarefnum og héldu að
guð hefði ekki opinberast mannkyninu á annan hátt en í skynseminni er
hann hefur gefið því (Naturalister), voru skynsemistrúendurnir almennir;
en síðan hefur tala þeirra farið minnkandi. Sumir sem kenndu á móti
skynsemistrúnni rötuðu ekki meðalhófið, heldur en vant er að vera þegar í
keppni er komið og bönnuðu mönnum öldungis að neyta skynseminnar í
trúarefnum, en skipuðu þeim þó að trúa á annarra manna skynsemi, þ.e.
TMM 1996:3
59