Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 33
um ægilegar kvalir móðurinnar sem varð að upplifa þau ósköp sem á hana voru lögð í kringum þennan harmleik. Sem sagt, leikrit um Job. Það getur verið að einhver snillingur geti einhvern tíma komið þessu til skila. Ef „Sólmyrkvi“ verður einhvern tíma sýndur að mér dauðum þá verð ég mættur á frumsýningu. Leikritin mín fjalla um hversdagslegar martraðir fólks sem hefur lent utangarðs. Þetta fólk er ekki í neinum stellingum og lifir oft betur í eigin heimi en margur innangarðs. Ég hef oftast beinar fýrirmyndir að persónum — ég þekkti stúlkuna sem ég skrifaði um í „Fjaðrafoki“ og í „Sjóaranum...“ eru Júlli skóari, Villi frá Skáholti og aðrir vinir mínir utangarðsmennirnir sem ég kynntist ungur og sem mér fannst oft meira ekta en ýmislegt fólk hærra sett í þjóðfélaginu.“ Finnstþér þá að þú, Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, sért á einhvern hátt utangarðsmaður? „Á margan hátt hvítur hrafh, já, það hef ég verið í umhverfi mínu.“ „Einn / við ána II eyðibýli / ígnauðandi vindum. “ Finnst þér þú standa einn? „Ég skil vel eyðibýlið í gnauðandi vindum. En það eru forréttindi að standa við ána. Ég er ekki alinn upp á efnuðu heimili heldur mjög dæmigerðu heimili opinbers starfsmanns sem átti áreiðanlega oft erfitt með að láta enda ná saman. Einu sinni á kreppuárunum heyrði ég pabba segja: ég hef ekki mikla peninga en ég hef vinnu. Þetta mótaði mann. Mínir vinir voru sumir heildsalasynir og í þeirra augum var ég venjulegur strákur. Svo átti ég líka vini sem voru óskaplega fátækir. Þú manst eftir kvæðinu um Jósef Björnsson í Morgni í maí. Hann var góður vinur minn en þau voru svo fátæk að móðir hans bjó með drengjunum sínum í kompu inn af þvottahúsi í kjallara við Sólvallagötuna. Þessi strákur er á bak við söguna af Absalon í Hvíldarlaus ferð inn í drauminn. Hann býr í þvottahúsi en fyrirheitna landið er hús bankastjórans hinum megin við götuna, og hann endar í því húsi. En þá deyr hann. Og þetta var staðreynd. Jósef var ekki fyrr fluttur í húsið en hann dó. Þetta er sönn saga, en hún er auðvitað ósönn líka af því hún er alger skáldsaga. Mamma Jósefs var til dæmis allt önnur persóna en móðir Absa- lons. Margt er beint frá sjálfum mér í sögunni og annað ímynda ég mér út frá persónunni. En Jósef vinur minn var fyrirmyndin að manninum sem þarf að komast yfir götuna. Þetta er eiginlega allegórísk saga í aðra röndina. Þegar ég var að alast upp þá spurði enginn hvort einhver væri fátækur eða ríkur. Eina skiptið sem ég man eftir peningalegri stéttaskiptingu var þegar pabbi eins vinar míns eignaðist bíl í byrjun stríðsins og við stóðum við nýja bílinn hans fyrir framan húsið þeirra á Hávallagötunni; hann var auðugur heildsali þessi maður, og þessi leikbróðir minn setti höndina á bílinn og sagði: „Ekki á pabbi þinn svona bíl.“ Ég gleymdi þessu aldrei. Og ég hef sagt það við hann fullorðinn að þetta sé ein af örlagasetningunum í lífi mínu!“ TMM 1996:3 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.