Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 116
neskra manna og Krists fengu fagurt snið, svo Kristur virðist kalla á augu áhorfandans og segja ýmist: „Njótið mín í jarðlífinu!“ eða: „Kaupið mig í kirkjunni, það verður ykkur til sáluhjálpar!“ Allt sem varðaði kristna trú var orðið að neysluvarningi. Líkaminn fékk samt ekki að vera lengi í jarðneskri Paradís, því í lok endurreisnarinnar var farið að teygja einkum á útlimunum með sérstakri aðferð, svo hann yrði andlegri í útliti. Þetta gilti einkum um Jesúbarnið og konur. Reyndar var stundum teygt líka úr kroppinum á karlmönnum. Verurnar í verkum málarans E1 Greco eru því fremur andlegs eðlis en jarðneskrar tilveru eða þær líki eftir limaburði dauðlegra manna. Þær eru hreinn andlegur tilbúningur, fagurfræðilegt viðhorf málarans. Málari sér viðfangsefni sitt kannski síður með augunum en því viðhorfi sem hann hefur til fegurðar. Hann sér það áþreifanlega aðeins að litlu leyti með efnið í huga eða þau verkfæri sem hann kann að nota. Sjón málara í verki er það viðhorf sem hann hefur til hlutanna, ekki hið gagnstæða, að hann viðurkenni eðlilega og meðfædda formgerð þess sem hann sér. Sama gildir um listamenn á öðrum sviðum. Skáldsagnahöfundar eru yfirleitt ekki að reyna að laða fyrirmyndir af götunni inn í verk sín og færa þær í laglegar setningar á blaðsíðum, heldur færa þeir í orð þá skoðun sem þeir kunna að hafa á sinni innri sýn; að skálda er að „brengla“ bæði daglegt tungutak og skáldlegan efnivið. Sú skoðun að listamaðurinn reyni að líkja eftir eða „ná“ valdi á fyrirmynd í raunveruleikanum er að einhverju leyti sprottin af þeirri trú, að hellamað- urinn hafi reynt að ná veiðidýrinu á mynd áður en hann festi það í gildru eða lagði að velli með tólum sínum. Auðvitað er þessi skoðun fráleit, því hann hefur þá ekki veitt mikið sér til matar, enda tiltölulega fáar hellaristur til, miðað við magaþörf venjulegs manns, hvað þá ættbálks. Eða veiddi hann líka sér til matar hendurnar sem hann málaði oítar en dýr? Sé dæmi tekið um málara sem málaði viðhorf sitt til fegurðar er auðvelt að nota E1 Greco. Það sést glöggt í málverki af heilögum Stefáni, sem var deyddur með skotum af boga. Örvar málarans eru látnar smjúga gegnum hinn heilaga, ástkæra og andlega líkama án þess að skemma holdið með sárum. Það er útskotið en með ekkert sár. Slíkur er heilagleiki og viðhorf málarans til dýrlingsins og listarinnar. E1 Greco gerði þetta ekki af heimsku eða hann tryði að blóð hafi ekki fundist í heilögum Stefáni. Blóð mundi hafa skemmt fegurð formanna, einkum rauði liturinn; án hans er ekki hægt að mála dreyra. Oft er því haldið fram að listin og listþörfin séu sprottnar af trú, af því að listamaðurinn finnur hjá sér mátt sem er æðri en hann sjálfur. Listin er mikil, listamaðurinn lítill í samanburði við það sem kann að vakna innra með j 114 TMM 1996:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.