Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 16
framtíðin vonandi skemmtileg. Whitman orti kvæði um kóngulóna sem
spinnur og spinnur en veit ekki með hvaða árangri. Skáldin reyna að spinna
inn í samtíð sína, ná tengslum við umhverfið, en vita aldrei hvort það tekst.
Þau reyna líka að spinna inn í framtíðina en vita aldrei hvort nokkur
uppgötvar vefinn. Og Whitman, hann spinnur meira að segja inn í himin-
hvolfið. Þú spurðir áðan hvort ég telji að lifi lengur, samtölin mín eða kvæðin,
og ég get svarað: ég er bara kónguló. Ég spinn. Og ég veit það ekki. Ég spinn
inn í tóm og veit ekkert hvort einhver uppgötvar vefinn eða ekki. Kannski er
þessi vefur bara fyrir flugurnar, en kóngulóin er að reyna að ná sambandi
við einhverja; skáldið er að reyna að ná sambandi. Það er ekkert eins einmana
og skáld.
En ljóðlistin tengir okkur við annars hugsun. Stækkar umhverfið í þessu
glórulausa tómi.“
„og ég kyssti rauð berin á brjósti þér“
Til er að ljóðiti í Borgin hló séu erótískari en sést hafði í virðulegum Ijóðabókum
hér á landi —fyrir utan œskuljóð Davíðs ogStefánsfrá Hvítadal. Ég nefni Ijóðin
,Ást“ og „Þú svaraðir“, sem er ísmeygileg erótísk saga. Dagur Sigurðarson var
auðvitað líka berorður um samband kynjanna, og fyrsta bókin hans kom út
sama ár, en hann var svo strákslegur að erótíkin hjá honum virkar ekki eins.
Ástir hjá öðrum skáldum voru oft eins og þau vœru að segjafrá einhverju sem
hefði komiðfyrir annaðfólk ogþau hefðufrétt um; en hjá þérfinnst lesanda að
hannfái hlutdeild t nýrri og heitri reynslu.
Það var á miðju sumri
ogdrottinn hafði lagtgrœnt teppi ájörðina
og ég kyssti rauð berin
á brjósti þér,
leit í augu þín
og þú svaraðir: já.
Varþað ásetningurþinn að ögra lesendum þínum og borgaralegu samfélagi?
„Nei, ég var bara að yrkja út ffá mínum eigin tilfinningum og hugmynd-
um um lífið. Ég ætlaði ekki að ögra einum eða neinum. Bandarískur gagn-
rýnandi sagði löngu seinna: Ástarljóð Matthíasar fjalla um lesandann þegar
hann les.“
Nú? Hvað meinti hann meðþví?
„Það sem þú varst að segja. Að ástarljóðin yrðu reynsla lesandans. Fyrir
mér var þetta einlægt, eins og lindin sprettur úr jörðinni. Ég hugsa að ég hafi
alltaf haft sterkar tilfinningar í tengslum við ást og upplifun þessa þáttar í
lífi mannsins. Ég hef ekki þurft að setja mig í neinar stellingar í kvæðunum
14
TMM 1996:3