Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 125
til einhvern tíma á sjöunda áratugnum. Ljósmyndir af Eskfirðing-
um í sparigalla eru hins vegar legíó“.
Ég hef oft séð þetta myndskeið og ekki komið auga á nema eina gamla konu
forða sér bakvið segl. Um andrána þegar hún skýst í hvarf skrifaði ég fáein
orð fyrir rúmum áratug. Flýja í ofvæni, ha? Mér sýnast hinar halda áfram að
taka saman eða stakka eins og þær viti ekki af myndatökunni.
Sveinn Guðnason sigldi til Danmerkur 1919, nam þar ljósmyndun, kom
heim aftur 1922 og settist að sem myndasmiður á Eskifirði. Hann sagði mér
að seinasta ár sittytra hefði hann kynnt sér notkun kvikmyndatökuvéla; talið
gott að kunna á þeim tökin ef síðar byðist færi á að stunda kvikmyndagerð
jafnhliða ljósmyndun. Þó voru litlar horfur á að svo yrði í bráð, því hann átti
enga vélina. En skömmu eftir að ég kom heim frá námi, sagði Sveinn, hitti
Guðmundur Jóhannesson mig að máli og sagðist hafa keypt kvikmynda-
tökuvél en vera of fákunnandi um notkun hennar. Hann spurði hvort ég
vildi ekki spreyta mig á henni.
Sveinn minntist ekki á að Guðmundur hefði sett sér neitt verkefni fyrir
en kvaðst sjálfur hafa hugsað sér að taka heimildarmyndir um daglegt líf
fólksins í plássinu og tekið nokkur skot til reynslu. Fyrir það hefði hann litlar
þakkir þegið. Menn höfðu ekki áður kynnst kvikmyndatökum en þekktu vel
til ljósmyndunar þar sem venjan var að fólk klæddist sínum skástu fötum,
færi á myndastofu til að „sitja fyrir“ á tíma sem um hafði samist með því og
myndasmiðnum og borgaði honum þjónustuna. Þetta var umbúnaður sem
ljósmyndarar sjálfir höfðu búið faginu og allir töldu við hæfi. Þess vegna var
ekkert undarlegt þótt sumum brygði þegar farið var að mynda þá óumbeðið
og óviðbúna úti um hvippinn og hvappinn í hversdagslörfum og bæðust
undan því eða reyndu að hlaupa í felur. Slík hvumpni er alþekkt enn. Sveinn
sagði mér frá þessu brosandi með engar píslarvættisviprur á vör.
Ég veit ekki hve rammt kvað að þessari myndfælni manna né heldur hvað
ÞÞ á við með „að myndasmiðnum hafi verið gert það ljóst með ótvíræðum
hætti, að ..." Víst er illt að Sveinn skyldi hverfa frá merkilegu verki sem svo
vel var hafið, og mjög var það ólíkt honum að leggja árar í bát þótt móti blési.
En hér stóð sérstaklega á. Hann hafði í ársbyrjun 1924 orðið fyrir stórtjóni
þegar nýreist myndastofa hans fauk út í veður og vind í ofviðri og allar birgðir
hans af ljósmyndunarefni eyðilögðust. Þennan skaða mátti hann bera bóta-
laust og mun hafa talið nógu illt í efni þótt hann fældi ekki viðskiptavini frá
sér í ofanálag.
Ég sagði frá þessu opinberlega fýrir margt löngu eins og ég best vissi þá.
Skömmu síðar kom Jóhannes sonur Guðmundar Jóhannessonar að máli við
mig og sagði þau systkinin teldu að faðir þeirra hefði tekið filmustúf þann
TMM 1996:3
123