Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 106
rós) að tala um sjálfan sig og í því felst gildi þeirra dóma sem hann kveður
upp. Hvað segir Bacon þá um sjálfan sig þegar hannn talar um Beckett?
Að að hann vilji ekki láta draga sig í dilka. Að hann vilji vernda verk sín
gegn klisjum.
Einnig: að hann sé andsnúinn kreddum módernismans sem hefur reist
hindranir milli hefðarinnar og nútímalistarinnar, rétt eins og nútímalistin
hafi algera sérstöðu í listasögunni, sé einangrað tímabil sem hafi sitt eigið
óviðjafnanlega gildismat og öldungis sjálfstæðar mælistikur. Bacon segist
hins vegar vera hluti af allri listasögunni; að 20. öldin geti ekki afskrifað þá
skuld sem við eigum Shakespeare að gjalda.
Og enn: hann neitar sér um að fjalla of kerfisbundið um hugmyndir sínar
varðandi listina af ótta við að kæfa í sér hina skapandi undirmeðvitund;
einnig af ótta við að list hans verði gerð að einfeldningslegum skilaboðum.
Hann veit að þessi hætta er fyrir hendi vegna þess að listin á okkar hluta
aldarinnar er orðin löðrandi í fræðilegum, háværum og algerlega óskiljan-
legum orðaflaumi sem kemur í veg fyrir að verkið nái beint og án milligöngu
fjölmiðla til þess sem horfir á það (les það, hlustar á það).
Bacon notar því hvert tækifæri til að villa um fyrir mönnum og slá út af
laginu þá sem vilja túlka verk hans of þröngt, draga verk hans saman í of
einfalda áætlun: hann er tregur að nota orðið „hrylling“ í sambandi við list
sína; hann leggur áherslu á mikilvægi tilviljunarinnar (tilviljun sem átti sér
stað meðan hann var að vinna; blettur sem hann málar af hendingu og
breytir skyndilega viðfangsefni málverksins) í málverkum sínum; hann
leggur áherslu á orðið „leikur“ þegar allir lofa hann í hástert fyrir alla
alvöruna í málverkum hans. Væri hægt að tala um angist? Vissulega, en, flýtir
hann sér að árétta, þá er það kát angist.
6
Ég vitnaði í hugleiðingarnar um Beckett og langar að taka þessa setningu
sérstaklega út: „Menn eru alltaf of vanafastir í málverkinu, það er aldrei
nœgilega miklu fleygt... “. Of vanafastir þýðir: allt það í málverkinu sem ekki
er uppfinning málarans, áður óþekkt framlag hans, það frumlega hjá hon-
um; allt það sem er fengið í arf, sjálfgefið, uppfylling, fágun sem menn halda
að sé tæknileg nauðsyn. Þetta er hliðstætt því þegar menn nota til dæmis alla
millikaflana (off ákaflega viðtekna) til að skipta úr einu þema í annað í
sónötuforminu (jafnvel þeir allra stærstu, eins og Mozart og Beethoven, gera
þetta). Nánast allir miklir samtímalistamenn reyna að skera burt „uppfyll-
ingarefni“, skera burt allt sem er vanabundið, tæknileg sjálfvirkni, allt sem
104
TMM 1996:3