Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 120
hinir grunnhyggnu sem hafa ekkert „vit“ á list og skilja ekki af hverju listamenn eru tilbúnir að rægja eða bregða fæti fyrir þann sem fylgir ekki réttri stefnu í vinnubrögðum eða segir ekki það sem sjálfsagt er og allir segja, þegar þeir sjá ljósmynd af Kjarval: „Þarna er meistari Kjarval!11 Ofstækið sem sprettur af ólíkum smekk er fráleitt einskorðað við listamenn. Það er miklu algengara hjá venjulegu fólki en ætla mætti eða menn vilja vera láta. Mæður fyllast ofstæki í eldhúsinu og feður á vinnustað af minni ástæðum á vegi fegurðarinnar. Andúð hvíta mannsins á svörtum er ekki út í hött. Ástæðan fyrir þessu er fegurðarskyn, smekkur fyrir lit, og form í líkama þeirra er uppspretta fordóma. Svarti maðurinn getur líka haft andúð á hvítum mönnum af sömu ástæðum. Formskyn hvors um sig og smekkur fyrir lit hafa mótast af aðstæðum, umhverfi og trú. Þess vegna var það að þegar Portúgalar komu fyrstir vestrænna manna til Japan og opnuðu landið fyrir erlendum áhrifum, þá máluðu myndlistarmenn myndir af atburðinum og gerðu þá stórnefja. Stórt nef var merki um lítilsvirðingu á útlendingum. Japanskur smekkur og hugmynd um fegurð var meðal annars að fagurt fólk hafi lítið, finlegt nef. Að öðru leyti voru Portúgalar eins og Japanir. Sá sem veit ekkert um fagurfræði tekur ekki eftir þessu og sér því ekki merkinguna. Japanskir málarar gátu eJdci málað Potúgali á sama hátt og evrópskir listamenn mála kynbræður sína. Það var ekki vegna getuleysis eða þess að þeir sæju eldd önnur ólík líkamsform og andlitsdrætti en nefið, sem þeir áttu ekki að venjast hjá landsmönnum sínum, heldur var það vegna smekks, lærdóms og hefða að nóg var að ýkja ljótleikann til að gera stórt nef að tákni fyrir siðleysi og ógn. Japanir skildu hvað var á ferðum. Oftast er ógn og fegurð ekki tengd myrkraverkum mannanna á borð við innrás Portúgala í hið lokaða, japanska samfélag, heldur getur ógnin verið þáttur í náttúrunni, breytingunum sem hún verður fyrir og kollsteypum í veðurfarinu. Allt þetta væri til einskis og atburðir atburðanna vegna ef enginn fylgdist með hamförunum, því það er maðurinn sem túlkar og gefur merkingu. Hann sér náttúruna, reynir að ráða í eðli hennar eða færir henni merkingu sem er oft í engum tengslum við eðli hennar sjálfrar. Nær væri að segja að náttúran væri túlkuð af óskhyggju eða sett í samband við skaphöfn og athugun mannsins á eðlisþáttum sínum. í þessu sambandi langar mig að segja stutta sögu af ógn og tign úti í náttúrunni og ólíkum smekk í tengslum við hvort tveggja. En hann varð sameiginlegur eftir að ógnin og tignin höfðu verið færð í málverk af breska listmálaranum Turner: Við upphaf síðustu aldar sat miðaldra hefðarfrú í póstvagni sem ók yfir óbyggt, skógivaxið svæði. Gegnum gluggatjöldin á vagninum sást ógnþrung- 118 TMM 1996:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.