Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 73
forfrömuð, lærir saumaskap og skarðið í vör hennar er lagfært. Það er hluti af íróníu Hamsuns að sýna okkur Ingigerði eirðarlausa í Landbroti lengi eftir að hún hefur notið umönnunar fangelsisins. Isak er alveg jafn þver og Bjartur. En hann er ekki orðsins maður, og það gerir tilveru hans þrautameiri eftir að Ingigerður hefur verið forfrömuð með þessum hætti: Þau rifust ekki, nei, Isak hafði ekki gáfur til þess og konan var orðin svo miklu snöggari á lagið. Ærlegt og rækilegt riffildi tók tíma fyrir þennan drumb, þessi lurkur, hann flæktist og flæktist í orðum hennar og gat lítið sagt, þar að auki var honum hlýtt til hennar, elskaði hana heitt (bls. 145). Hér sjáum við dæmi þess að sjónarhornið grafi undan hugmyndafræðinni. Vel má vera að Hamsun sé að sýna okkur ísak sem fyrirmyndarmann, en það hlýtur að verða tvírætt þegar höfundur með jafn einstakt vald á máli lýsir aðalpersónu sinni sem drumbi sem flækist í orðum konu sinnar. En líf ísaks og Ingigerðar gengur vel, þrátt fýrir „stórar og smáar áhyggjur" einsog segir í bókinni. Margar minnisstæðar persónur koma við sögu, hin falska Ólína, Breði kjaftaskúmur, landnámsmaðurinn Axel, Geissler léns- maður sem með útsmoginni stjórnsýslu sinni og valdi á fólki hefur ekki ósvipaða stöðu í héraðinu og höfundurinn í verki sínu. Um skeið eru veltiár, þökk sé námugreftrinum, svo hverfa peningarnir en það gerir ekkert, jörðin á nóg handa þeim. Hinir sönnu menn eru bændur, Hamsun er illa við verslun og peninga og má hafa lýsinguna á kaupmanninum Aronsen til vitnis um það. Og ef ísak ratar í einhverja ógæfu, þá er það helst sú að sonur hans Eleseus hefur spillst svo af siðmenntun móður sinnar að hann fer til Amer- íku. Siðmenningin er Hamsun sem fyrr staður sem enginn maður yfirgefur án þess að bera þess merki. Henni fylgir meðal annars skilningur á kynlífí sem einhverju öðru en dýrslegri frumþörf, með tilheyrandi daðri, táknmáli og nautn. Við sjáum þetta hjá Ingigerði þegar námumennirnir eru við störf á jörðinni og hún á oft leið hjá: Þegar hún þarf að ganga upp eða niður steinþrepin lyftir hún pilsunum vel upp og lætur sjást fótleggina, en hún gerir þetta rólega og það er eins og hún hefði ekki gert nokkurn skapaðan hlut, Hún er bara góð! hugsa víst verkamennirnir. Þessi gamla manneskja, það er samt ekki hægt annað en að komast við yfir henni: það var auðséð að sum tillitin frá þessum blóðheitu karlmönnum komu henni á óvart, hún var sjálf þakklát fyrir það og endurgalt það, o, það kitlaði hana að koma út í TMM 1996:3 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.