Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 73
forfrömuð, lærir saumaskap og skarðið í vör hennar er lagfært. Það er hluti
af íróníu Hamsuns að sýna okkur Ingigerði eirðarlausa í Landbroti lengi eftir
að hún hefur notið umönnunar fangelsisins.
Isak er alveg jafn þver og Bjartur. En hann er ekki orðsins maður, og það
gerir tilveru hans þrautameiri eftir að Ingigerður hefur verið forfrömuð með
þessum hætti:
Þau rifust ekki, nei, Isak hafði ekki gáfur til þess og konan var orðin
svo miklu snöggari á lagið. Ærlegt og rækilegt riffildi tók tíma fyrir
þennan drumb, þessi lurkur, hann flæktist og flæktist í orðum
hennar og gat lítið sagt, þar að auki var honum hlýtt til hennar,
elskaði hana heitt (bls. 145).
Hér sjáum við dæmi þess að sjónarhornið grafi undan hugmyndafræðinni.
Vel má vera að Hamsun sé að sýna okkur ísak sem fyrirmyndarmann, en það
hlýtur að verða tvírætt þegar höfundur með jafn einstakt vald á máli lýsir
aðalpersónu sinni sem drumbi sem flækist í orðum konu sinnar.
En líf ísaks og Ingigerðar gengur vel, þrátt fýrir „stórar og smáar áhyggjur"
einsog segir í bókinni. Margar minnisstæðar persónur koma við sögu, hin
falska Ólína, Breði kjaftaskúmur, landnámsmaðurinn Axel, Geissler léns-
maður sem með útsmoginni stjórnsýslu sinni og valdi á fólki hefur ekki
ósvipaða stöðu í héraðinu og höfundurinn í verki sínu. Um skeið eru veltiár,
þökk sé námugreftrinum, svo hverfa peningarnir en það gerir ekkert, jörðin
á nóg handa þeim. Hinir sönnu menn eru bændur, Hamsun er illa við verslun
og peninga og má hafa lýsinguna á kaupmanninum Aronsen til vitnis um
það. Og ef ísak ratar í einhverja ógæfu, þá er það helst sú að sonur hans
Eleseus hefur spillst svo af siðmenntun móður sinnar að hann fer til Amer-
íku.
Siðmenningin er Hamsun sem fyrr staður sem enginn maður yfirgefur
án þess að bera þess merki. Henni fylgir meðal annars skilningur á kynlífí
sem einhverju öðru en dýrslegri frumþörf, með tilheyrandi daðri, táknmáli
og nautn. Við sjáum þetta hjá Ingigerði þegar námumennirnir eru við störf
á jörðinni og hún á oft leið hjá:
Þegar hún þarf að ganga upp eða niður steinþrepin lyftir hún
pilsunum vel upp og lætur sjást fótleggina, en hún gerir þetta
rólega og það er eins og hún hefði ekki gert nokkurn skapaðan
hlut, Hún er bara góð! hugsa víst verkamennirnir.
Þessi gamla manneskja, það er samt ekki hægt annað en að
komast við yfir henni: það var auðséð að sum tillitin frá þessum
blóðheitu karlmönnum komu henni á óvart, hún var sjálf þakklát
fyrir það og endurgalt það, o, það kitlaði hana að koma út í
TMM 1996:3
71