Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 71
Halldór Laxness líkti í íyrrnefndum blaðadómi náttúrudýrkun Hamsuns við Rousseau, en líklega er það einföldun. Það var skýrari samfélagskrítik fólgin í náttúrusýn Rousseau: Eðlileg skipan hlutanna í náttúrunni verður gagnrýninn mælikvarði á tilgerð og óeðlilegt skipulag lénsveldisins. Sumir hugmyndarýnendur hafa líklega bent á það með réttu, að náttúruskilningur Hamsuns feli fremur í sér dýrkun ofurvalds; persónur hans flýja á vit náttúrunnar til að láta blint vald hennar staðfesta magnleysi þeirra sjálfra í mannfélaginu.8 En það er líka hægt að líta svo á að náttúrusýn Hamsuns sé menningar- fremur en samfélagsgagnrýnin, feli í sér svartsýni um mannlegt samlíf yfirleitt. í Gróðri jarðar er boðuð dásemd þess að strita einn í faðmi náttúrunnar; ísak bóndi er á leið burt frá siðmenningunni og býr til sitt eigið litla samfélag. En hann verður ekki fórnarlamb náttúruaflanna, þvert á móti tekst landnám hans og hann verður hluti náttúrunnar (eða var hann það fýrir?). I því felst útópískur boðskapur verksins, og má allt eins túlka sem menningarbölsýni (kúltúrpessímisma). X- Þessi einfaldi boðskapur er þó fjarri því allur sannleikur verksins. Enginn skyldi rannsaka hugmyndir skáldsögu án þess að líta til ífásagnarháttarins. Og sögumaður Hamsuns er einsog svo oft áður tvíræður í boðun sinni. Írónían birtist ekki síst í sjónarhorninu, þar undirstrikar Hamsun fjarlægð- ina milli sögumanns og aðalpersóna, og fær lesandann til að sjá þær síðar- nefndu í spaugilegu ljósi. Sé litið úr fjarlægð guðanna á amstur mannanna, einsog alltaf öðru hverju er reynt í þessari sögu, verður það dálítið hlægilegt. Sjónarhornið er aðeins annar þáttur frásagnarháttarins, hinn er stíllinn. Og með stílnum leggur sögumaður áherslu á nánd við lesandann; stíllinn er sefjandi, á að hrífa mann með sér. Stíllinn er sá rús sem lesandinn getur vaknað timbraður af daginn eftir, til að halda sér við líkingu Halldórs. Hamsun átti sér þá ósk að geta hrifið lesandann með stílnum einum án þess að styðjast við atburði, rétt einsog Flaubert lét hann sig dreyma um að skrifa skáldsögu um ekki neitt.9 Enda er það hluti af heimsmynd hans að leggja mikla og litla atburði að jöfnu, sbr. fleyg lokaorð hans í Konerne ved vandposten: „Smátt og stórt gerist, tönn fer úr munni, maður úr röðinni, spörfugl til jarðar.“10 í Gróðri jarðar má finna bæði íróníska fjarlægð og stíllega nánd. Eftirfar- andi stíleinkenni blasa við: 1. Hamsun notar mikið stuttar aðalsetningar, og vekur þar með tilfinningu um einfalda, einlæga frásögn. 2. Um leið hikar hann ekki við að nota jöfnum höndum nútíð og þátíð, og gefur þar með frásögninni tímalausan, nánast goðsögulegan blæ. 3. Hamsun notar óbeina TMM 1996:3 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.