Morgunblaðið - 19.02.2015, Side 86

Morgunblaðið - 19.02.2015, Side 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hinn kunni finnski fiðluleikari Pekka Kuusisto leikur í kvöld, fimmtudag, einleik með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í fiðlukonsert Stravinskíjs á tónleikum í Hörpu. Stjórnandi er landi hans, Santtu- Matias Rouvali sem er aðeins 28 ára. Á tónleikunum hljómar einnig sin- fónía nr. 2 eftir Beethoven og einn af fjórum forleikjum hans að Fídelíó. Pekka Kuusisto varð fyrstur Finna til að hljóta fyrstu verðlaun í Sibeliusar-fiðlukeppninni og síðan hefur ferill hans verið mikil sig- urganga. Hann hlaut til að mynda Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013. Í fyrrasumar lék hann með og stjórnaði Mahler Chamber Orchestra í Hörpu, á þriðjudags- kvöldið var spann hann í Hörpu með Davíð Þór Jónssyni og í kvöld fá tón- leikagestir að heyra hvaða tökum hann tekur fiðlukonsert Stravins- kíjs. „Ég tel mig þekkja þennan kons- ert býsna vel,“ segir Kuusisto um fiðlukonsert Stravinskíjs. „Við erum nokkrir fiðluleikararnir sem njótum þess að leika hann en þetta er ekki verk sem sinfóníuhljómsveitir heimsins setja á efnisskrána á hverju ári og þess vegna eru tæki- færin til að leika hann frekar fá.. Þetta er yndislegt verk. Margir eru sammála um að ákveðin vanda- mál séu með jafnvægið í því, í hljóm- sveitarútfærslunni. Það krefst traustra taka hljómsveitarstjórans en karakter einleiksfiðlunnar mætti líkja við sirkuslistamann, látbragðs- leikara og sprellikarl, allt á sama tíma. Ef maður þarf að leika sterkt og hátt allan tímann, þá verður þessi karakter einhliða og það drepur verkið. Því þarf að skapa rétta jafn- vægið í flutningnum, til að einleik- arinn nái að leika með miklum kar- akter, og hann þurfi ekki að ráðast af krafti á hljóðfærið. Fullkomin fyrir sirkus Mér finnst þetta frábært verk,“ segir hann síðan með þungri áherslu. „Önnur arían í þriðja þættinum er einhver dapurlegasti kafli sem Stra- vinskíj samdi, hún er raunverulega harmi þrungin… Þetta er líka full- komin tónlist fyrir nútímasirkus.“ Kuusisto hefur áður unnið með hljómsveitarstjóranum unga, landa sínum Santtu-Matias Rouvali. „Ég rakst síðan á hann í Sviss fyr- ir þremur vikum, þar sem hann var að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í Bern en ég að leika með kamm- erhljómsveit borgarinnar. Þá rædd- um við um nálgunina á tónleikunum hér og það gladdi mig að við höfum eins hugmyndir um túlkunina. Santtu-Matias er mjög hrynvís stjórnandi enda er hann ásláttarleik- ari að upplagi. Stravinskíj, Ligetti, Steve Reich, hann er á heimavelli í slíkri tónlist. Ég held að þetta gætu orðið hörku tónleikar.“ Ástæða er til að spyrja Kuusisto um þann fjölda snjallra hljómsveit- arstjóra sem Finnland hefur alið á liðnum áratugum. Hann telur að ástæðuna kunni að einhverju leyti að vera að finna í sinfóníum Sibeliusar. „Við ölumst upp með þeim í Fin- landi og út um heiminn hefur fólk smám saman komist að því hvað þetta er stórbrotin og brögðótt tón- list sem þarf að stjórna vel, eins og fiðlukonserti Stravinskíjs, og það orð fer af finnskum stjórnendum að þeir séu útsjónarsamir og slyngir í slík- um glímum. Afburða stjórnendur eins og Paavo Berglund og Leif Se- gerstam hafa verið hafnir á stall í Finnlandi, í kjölfarið komu til að mynda Esa-Pekka Salonen, Jukka- Pekka Saraste, Petri Sakari, Sakari Oramo, Susanna Mälkki, og nú enn yngri stjórnendur, Santtu-Matias, Eva Ollikainen og fleiri. Finnska pressan fylgist vel með þessu fólki. Ef Esa-Pekka stjórnar til dæmis í Helsinki þá er líklegt að tónlist- arrýnar minnist ekkert á hljómsveit- ina, aðeins hann, og það er eins og han flytji líka verkin,“ segir Kuus- isto og hlær. „Athyglin er á stjórnandanum í Finnlandi. Ef ég væri unglingur núna og læsi menningarsíður blað- anna, þá myndi ég vilja verða stjórn- andi. Í Finnlandi eru þeir aðal- rokkararnir.“ Stjórnendur aðal-rokkararnir  Pekka Kuusisto leikur fiðlukonsert Stravinskíjs með SÍ  Hinn ungi Santtu-Matias Rouvali stjórnar Fiðluleikarinn „Mér finnst þetta frábært verk,“ segir Pekka Kuusisto. Ljósmynd/Kaapo Kamu Stjórnandinn Santtu-Matias Rouvali „er mjög hrynvís stjórnandi“. OPTICAL STUDIO – FRÍHÖFN Þar sem úrvalið er af umgjörðum Fagmennska fyrst og fremst www.opticalstudio.is www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Andrea Stefánsdóttir Umgjörð: Victoria Beckham

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.