Morgunblaðið - 19.02.2015, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 19.02.2015, Qupperneq 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hinn kunni finnski fiðluleikari Pekka Kuusisto leikur í kvöld, fimmtudag, einleik með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í fiðlukonsert Stravinskíjs á tónleikum í Hörpu. Stjórnandi er landi hans, Santtu- Matias Rouvali sem er aðeins 28 ára. Á tónleikunum hljómar einnig sin- fónía nr. 2 eftir Beethoven og einn af fjórum forleikjum hans að Fídelíó. Pekka Kuusisto varð fyrstur Finna til að hljóta fyrstu verðlaun í Sibeliusar-fiðlukeppninni og síðan hefur ferill hans verið mikil sig- urganga. Hann hlaut til að mynda Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013. Í fyrrasumar lék hann með og stjórnaði Mahler Chamber Orchestra í Hörpu, á þriðjudags- kvöldið var spann hann í Hörpu með Davíð Þór Jónssyni og í kvöld fá tón- leikagestir að heyra hvaða tökum hann tekur fiðlukonsert Stravins- kíjs. „Ég tel mig þekkja þennan kons- ert býsna vel,“ segir Kuusisto um fiðlukonsert Stravinskíjs. „Við erum nokkrir fiðluleikararnir sem njótum þess að leika hann en þetta er ekki verk sem sinfóníuhljómsveitir heimsins setja á efnisskrána á hverju ári og þess vegna eru tæki- færin til að leika hann frekar fá.. Þetta er yndislegt verk. Margir eru sammála um að ákveðin vanda- mál séu með jafnvægið í því, í hljóm- sveitarútfærslunni. Það krefst traustra taka hljómsveitarstjórans en karakter einleiksfiðlunnar mætti líkja við sirkuslistamann, látbragðs- leikara og sprellikarl, allt á sama tíma. Ef maður þarf að leika sterkt og hátt allan tímann, þá verður þessi karakter einhliða og það drepur verkið. Því þarf að skapa rétta jafn- vægið í flutningnum, til að einleik- arinn nái að leika með miklum kar- akter, og hann þurfi ekki að ráðast af krafti á hljóðfærið. Fullkomin fyrir sirkus Mér finnst þetta frábært verk,“ segir hann síðan með þungri áherslu. „Önnur arían í þriðja þættinum er einhver dapurlegasti kafli sem Stra- vinskíj samdi, hún er raunverulega harmi þrungin… Þetta er líka full- komin tónlist fyrir nútímasirkus.“ Kuusisto hefur áður unnið með hljómsveitarstjóranum unga, landa sínum Santtu-Matias Rouvali. „Ég rakst síðan á hann í Sviss fyr- ir þremur vikum, þar sem hann var að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í Bern en ég að leika með kamm- erhljómsveit borgarinnar. Þá rædd- um við um nálgunina á tónleikunum hér og það gladdi mig að við höfum eins hugmyndir um túlkunina. Santtu-Matias er mjög hrynvís stjórnandi enda er hann ásláttarleik- ari að upplagi. Stravinskíj, Ligetti, Steve Reich, hann er á heimavelli í slíkri tónlist. Ég held að þetta gætu orðið hörku tónleikar.“ Ástæða er til að spyrja Kuusisto um þann fjölda snjallra hljómsveit- arstjóra sem Finnland hefur alið á liðnum áratugum. Hann telur að ástæðuna kunni að einhverju leyti að vera að finna í sinfóníum Sibeliusar. „Við ölumst upp með þeim í Fin- landi og út um heiminn hefur fólk smám saman komist að því hvað þetta er stórbrotin og brögðótt tón- list sem þarf að stjórna vel, eins og fiðlukonserti Stravinskíjs, og það orð fer af finnskum stjórnendum að þeir séu útsjónarsamir og slyngir í slík- um glímum. Afburða stjórnendur eins og Paavo Berglund og Leif Se- gerstam hafa verið hafnir á stall í Finnlandi, í kjölfarið komu til að mynda Esa-Pekka Salonen, Jukka- Pekka Saraste, Petri Sakari, Sakari Oramo, Susanna Mälkki, og nú enn yngri stjórnendur, Santtu-Matias, Eva Ollikainen og fleiri. Finnska pressan fylgist vel með þessu fólki. Ef Esa-Pekka stjórnar til dæmis í Helsinki þá er líklegt að tónlist- arrýnar minnist ekkert á hljómsveit- ina, aðeins hann, og það er eins og han flytji líka verkin,“ segir Kuus- isto og hlær. „Athyglin er á stjórnandanum í Finnlandi. Ef ég væri unglingur núna og læsi menningarsíður blað- anna, þá myndi ég vilja verða stjórn- andi. Í Finnlandi eru þeir aðal- rokkararnir.“ Stjórnendur aðal-rokkararnir  Pekka Kuusisto leikur fiðlukonsert Stravinskíjs með SÍ  Hinn ungi Santtu-Matias Rouvali stjórnar Fiðluleikarinn „Mér finnst þetta frábært verk,“ segir Pekka Kuusisto. Ljósmynd/Kaapo Kamu Stjórnandinn Santtu-Matias Rouvali „er mjög hrynvís stjórnandi“. OPTICAL STUDIO – FRÍHÖFN Þar sem úrvalið er af umgjörðum Fagmennska fyrst og fremst www.opticalstudio.is www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Andrea Stefánsdóttir Umgjörð: Victoria Beckham
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.