Gripla - 01.01.1998, Page 9
SVERRIR TÓMASSON
„EI SKAL HALTR GANGA“
Um Gunnlaugs sögu ormstungu
1
Við greiningu íslenskra fomsagna í flokka hefur oftast verið farið eftir efni
þeirra: sögum af veraldlegum höfðingjum sem gerast á ákveðnu tímabili
hefur verið skipað niður í einn flokk og kallaðar Islendinga sögur; sögur af
samlendum biskupum hafa verið nefndar biskupasögur, enda þótt þær væru
ólíkrar gerðar, og frásögur af norskum konungum konungasögur. Þessi
flokkun bókmennta er ævagömul og á rætur sínar að rekja til miðaldamanna.
A svipaðan hátt greinir t.d. franska skáldið Jean Bodel, sem uppi var um alda-
mótin 1200, frásagnarkvæði Frakka.1 Vissulega hefur flokkunin sína kosti og
er skiljanleg hverju mannsbami, en frá bókmenntafræðilegu sjónarmiði er
hún ekki tæk.2 Þetta var Bimi M. Ólsen (1911) líklega ljóst þegar hann
skrifaði um Gunnlaugs sögu merka ritgerð í upphafi þessarar aldar. Hann sá
reyndar margt skylt með henni og öðrum íslendinga sögum, einkum sögum
skáldanna þriggja, Hallfreðar, Kormáks og Egils, en einnig gerði hann sér
1 Upphaf Saxakvæðis hljóðar svo (sjá Bodel 1989:2):
Li conte de Bretaigne si sont vain et plaisant,
Et cil de Ronme sage et de sens aprendant.
Cil de France sont voir chascun jour aparant.
Kvæðið er talið ort I byrjun 13. aldar og sjá má að Jean Bodel greinir hér á milli epískra kvæða
frá Frakklandi, kvæða eða ljóðsagna frá Bretaigne og efniviðar frá hinu foma Rómaríki. Þetta er
vísu einangrað dæmi og er þess vegna tæpast marktækt um almennan skilning á efiiisflokkun
franskra manna á 12. og 13. öld (sjá nánar Zumthor 1992:118-120).
2 Gott dæmi um slíka efnisflokkun er þegar fræðimenn setja saman í eitt lífssögur játara og
ævisögur biskupa og kalla einu nafni biskupasögur, en á þessum tveimur sagnagerðum er
töluverður munur. Þó að lífs- og ævisögur megi að vísu rekja til sameiginlegs upphafs, þá er
hlutverk þeirra ólíkt og mestu veldur að í ævisögum verða ekki jarteinir sem hvetja til
vegsömunar sögupersónunnar. Ekki er heldur bót að því að skipa niður sögum eftir einu hlutverki
hetjunnar í þeim, eins og gert hefur verið þegar sögum þeirra Bjamar Hítdælakappa, Egils,
Gunnlaugs, Hallffeðar og Kormáks hefur verið skipað I einn flokk. í þennan hóp hefur og verið
bætt Fóstbræðra sögu, Gísla sögu og Grettis sögu (de Looze 1986:479).