Gripla - 01.01.1998, Síða 10
8
GRIPLA
grein fyrir að í Gunnlaugs sögu voru margir drættir sem heyrðu til samfélagi
riddaratímans, nokkrar frásagnir sögunnar voru í þeim anda og þær mótuðu
að hans hyggju lífssýn hennar. Hann kaus þess vegna að nefna söguna ís-
lenskan strengleik í sögustíl (1911:10-11).
Þegar miðaldabókmenntir hafa verið flokkaðar nú á dögum hefur enn ekki
verið fundin sú aðferð sem allir eru sammála um að dugi. Af fjölmörgum
aðferðum bókmenntafræðinga finnst mér tilraun þýska fræðimannsins Hans
Robert Jau8 (1977:329-359) einna merkilegust. Hann reyndi að greina bók-
menntaflokkana með því að meta viðhorf skálda og fræðimanna á miðöldum
til verkanna, hvemig þeir litu á þau; hvemig marka má af handritunum og
skáldskapnum sjálfum á hvem hátt lesendur hafa bmgðist við þeim. JauB
tekur réttilega fram (1977:333) að því aðeins sé unnt að skýrgreina bók-
menntagrein að formseinkenni hennar, innviðir og bygging séu nákvæmlega
greind um leið og hugað sé að hlutverki þeirra og því sem greinir þær frá
öðrum bókmenntategundum. Hann gaf sér þó að aðalbókmenntagreinar
miðalda væru þrjár, epos (frásagnarkvæði, og hér á hann aðallega við
chanson de geste), róman (rómans) og nóvella (þáttr, smásaga). Jau6 skipti
kennimörkum ofangreindra bókmennta í fjórar höfuðdeildir: 1) höfundur /
texti (narratio); 2) modus dicendi eðafrásagnarháttur, 3) bygging, persónur
og veruleikaskyn; 4) modus recipiendi eða viðtökur / samfélagsleg skírskotun.
I þessum höfuðdeildum em svo undirflokkar sem hver hefur sín sérkenni.
Þó að flokkun JauB sé aðallega reist á kenningum mælsku- og skáld-
skaparfræði frá 12. og 13. öld, hefur hann fært sér í nyt kenningar bók-
menntafræða samtímans, einkum þeirra sem fengist hafa við formgerðar-
fræði, viðtökurannsóknir og túlkunarfræði. Hér er ekki rúm til að ræða
greiningu hans í smáatriðum en einkum mun ég minnast á tvo flokka kenni-
markanna og ég sleppi að fjalla um þann flokk þeirra sem JauB raðar niður
eftir jafnvægisþáttum frásagnar, byggingu efnisins, persónuskipan og afstöðu
til raunsæis.
ífyrsta lagi er modus dicendi eða frásagnarháttur. Jau8 rekur þar að epos,
sagnaskáldskapur, hafi verið fluttur af munni fram fyrir ólæsa áheyrendur, en
rómönsur lesnar upp af handriti fyrir læsa menn, karla sem konur; nóvellur,
smásögumar hafi á hinn bóginn átt rætur sínar að rekja til munnlegrar sagna-
listar og hafi lifað áfram innan hennar enda þótt þær væru til skrifaðar á
skinni eða pappír. Jau8 virðist hér einkum hafa fábyljur (fabliaux) miðalda í
huga. Stíllinn gegndi veigamiklu hlutverki í þessum flokki. JauB hugði að
sagnaskáldskapurinn hefði verið fluttur í háum stíl, oft undir áhrifum frá
biblíunni, sermo sublimis, en rómönsur styddust við miðlægan stfl, sermo