Gripla - 01.01.1998, Page 14
12
GRIPLA
byggingu sögunnar og gegnir hlutverki forsögu, mise en abyme, svipaðri
þeirri sem þekkt er úr Tristrams sögu, þar sem ástir foreldra Tristrams eru
forspeglun ásta sonarins og Isöndar, og segir skýrt eins og reyndar draumur
Gunnlaugs: að, þeim var ekki skapat nema at skilja. Munurinn er aðeins sá að
í Gunnlaugs sögu er þetta gert af sparsemi, í aðeins einum kafla.
Varla fer á milli mála að draumurinn í upphafi sögunnar og frásögnin af
útburði bamsins á Borg eru undir áhrifum frá erlendum riddarabókmenntum;
það skiptir ekki máli hvort þau eru í öndverðu komin úr Trójumanna sögnum,
öðrum gervisagnaritum, Niflungaljóðum eða riddarasögum, meginatriðið er
að höfundurinn kann að notfæra sér minnin (Bjöm M. Ólsen 1911:10-11;
Sigurður Nordal 1938:lii—liii; Liestpl 1929:165-166). Lýsing Helgu hinnar
fögru ber sömu áhrifum lfka vitni (1916:11; 1987:1170);
Helga var svá fggr at þat er sggn fróðra manna at hon hafi fegrst kona
verit á íslandi. Hár hennar var svá mikit at þat mátti hylja hana alla ok
svá fagrt sem gull barit.
Til samanburðar má taka þessa lýsingu úr Ivens sögu (1979:37) sem er talin
þýdd á rfkisstjómarárum Hákonar gamla:
Hon var þá bjprt sem dagsbrún, en hennar litr sem at samtemprat væri
þat snjáhvíta gras liljum ok hin rauða rósa en hárit sem gull *barit.7
Annað atriði sem líklega er ættað úr riddarabókmenntum er að þau Gunn-
laugur og Helga sitja löngum að tafli heima á Borg.
Ég ætla nú að víkja að bónorði Gunnlaugs, en áður en ég fjalla um það, er
rétt að rifja upp lýsingu og þjóðfélagsstöðu Gilsbakkamanna samkvæmt
sögunni (1916:9; 1987:1169):
Þenna tíma bjó uppi á Hvítársíðu á Gilsbakka Illugi svarti Hallkelsson,
Hrosskelssonar, móðir Illuga var Þuríðr dylla dóttir Gunnlaugs
ormstungu. Illugi var annarr mestr hgfðingi í Borgarfirði en Þorsteinn
Egilsson.
Þeim bræðrum Hermundi og Gunnlaugi er svo lýst (1916:9; 1987:1169):
Hermundr hét son þeira en annarr Gunnlaugr. Báðir vám þeir efniligir
7 *barit leiðrétting höfundar, borid í hdr.