Gripla - 01.01.1998, Side 15
„EI SKAL HALTR GANGA'
13
menn ok þá frumvaxta*8. Svá er sagt frá Gunnlaugi at hann var
snemmendis bráðgerr, mikill ok sterkr, ljósjarpr á hár ok fór allvel,
svarteygr ok nokkut nefljótr ok þó skapfelligr í andliti, miðmjór ok
herðimikill, kominn á sik manna bezt, hávaðamaðr mikill í qIIu skap-
lyndi ok framgjam snemmendis ok við allt óvæginn ok harðr, ok skáld
mikit ok heldr níðskár ok kallaðr Gunnlaugr ormstunga. Hermundr
var þeira vinsælli ok hafði hpfðingjabragð á sér.
Sagan greinir síðan frá því að Gunnlaugur fer að heiman í fússi og svipar
brottför hans að nokkru til lýsingar Egils sögu á fyrstu utanför Egils
Skallagrímssonar. Og Gunnlaugur hafði ekki verið lengi á Borg og setið að
tafli við Helgu, numið lögspeki af Þorsteini, fyrr en hann vekur máls á því að
Þorsteinn hafi ekki kennt honum að fastna sér konu. Síðan segir sagan (1916:
11-12; 1987:1170):
Ok einnhvem dag er menn sátu í stofu at Borg þá mælti Gunnlaugr til
Þorsteins: „Einn er sá hlutr í lpgum er þú hefir eigi kennt mér, at
fastna mér konu.“ Þorsteinn segir: „Þat er lítit mál,“ — ok kenndi
honum atferli. Þá mælti Gunnlaugr: „Nú skalt þú vita hvárt mér hafi
skiliz ok mun ek nú taka í hQnd þér ok láta sem ek festa mér Helgu
dóttur þína.“ Þorsteinn segir: „Þarfleysi ætla ek þat vera,“ segir hann.
Gunnlaugr þreifaði þá þegar í h<jnd honum ok mælti: „Veit mér nú
þetta,“ segir hann. „Ger sem þú vill,“ segir Þorsteinn, „en þat skulu
þeir vita er hjá em staddir at þetta skal vera sem ómælt ok þessu skulu
engi undirmál fylgja.“ Síðan nefndi Gunnlaugr sér vátta ok fastnaði
sér Helgu.
Flestir útgefendur sögunnar hafa borið saman þennan gjöming og brögð
Gunnars á Hlíðarenda við Hrút í Njáls sögu; þetta sé sýndargjörningur. Sé
hins vegar litið nær á frásögnina kemur í Ijós að meira býr undir. Þorsteinn
handsalar meyna — og hann gerir það alveg samkvæmt lagavenju, festar eru
handsalaðar, Gunnlaugur nefnir sér votta. Allt er þetta eftir lögunum. Rétt er
að benda á að við handsalið tekur Gunnlaugur í hönd Þorsteini en ekki Helgu
eins og gert er ráð fyrir í festarbálki Kristins réttar Áma biskups sem virðist
standa nær lýsingunni í Gunnlaugs sögu en fyrirmæli Grágásar. Velta mætti
því einnig fyrir sér hvort vægi þyngra fyrir lögum landsins, og þá einnig í
eyrum áheyrenda, ummæli Þorsteins um, að þetta sé ómœlt eða gjörningur
*leiðrétt eftir B, frumvaxta maðr íA.