Gripla - 01.01.1998, Side 18
16
GRIPLA
menn, og þín tunga verði bQlvut er hon kann aldregi yfir sinni illsku at þegja.
Á öðrum stað í annarri kunnri riddarasögu, Erex sögu, er því lýst hvemig
hirðmenn og riddarar tala saman (1965:4):
Þá mátti sjá margan góðan riddara, kónga ok jarla ok aðra dýra menn,
bæði unga ok gamla, ok fúsir frammi at hafa sinn rgskleika fyrir
dýrum mgnnum; margar vára dýrar konur ok meyjar í hirð drottning-
ar, ok váru þær allfáar er eigi hgf’ðu kosit sér unnusta, skemmtan var
þar at heyra, ok hafa sem hverr vildi kjósa, hverr talaði við sína
unnustu, ok annat þat er lysti, hverr var við annan eptirlátr ok góð-
viljaðr.
I fljótu bragði virðist ekki margt skylt með hirðlífi valskra konunga og lýs-
ingum á norskum hirðmönnum, en þegar betur er að gáð er sitthvað sam-
eiginlegt. Lítum á þegar Gunnlaugur, dýr bóndasonur, ofan úr Hvítársíðu,
kemur til hirðar Eiríks jarls Hákonarsonar á Hlöðum (1916:19; 1987:1174):
Gunnlaugr var svá búinn at hann var í grám kyrtli ok í hvítum
leistbrókum. Sull hafði hann á fœti niðri á ristinni. Freyddi úr upp blóð
ok vágr er hann gekk við. Ok með þeim búningi gekk hann fyrir
jarlinn ...
Ekki er unnt að segja að þetta sé riddaralegt athæfi. Þegar jarlinn spyr hann
hvers vegna hann haltri á svar Gunnlaugs (1916:20; 1987:1174) að varpa
ljóma á hreysti hans: „Ei skal haltr ganga meðan báðir fœtr eru jafnlangir.“
Hreysti var ein af höfuðdygðum riddara, en fyrir hirðmönnum Eiríks er þetta
merki ofdirfðar. Athugasemd Þóris hirðmanns jarls sýnir það glögglega og
vegna þessa bregst Gunnlaugur illa við, svarar meinlega og brýtur þar með
siðareglur og raunar enn verr þegar hann segir síðar við Eirík jarl (1916:20;
1987:1174):
„Bið mér ongra forbœna,“ segir hann, „en bið þér heldr.“ Jarl mælti:
„Hvat sagðir þú nú, íslendingr?“ Gunnlaugr svarar: „Svá sem mér
þótti vera eiga at þú bæðir mér 0ngra forbœna en bæðir sjálfum þér
hallkvœmri bœna.“ „Hverra þá?“ segir jarl. „At þú fengir ei þvílíkan
dauðdaga sem Hákon jarl faðir þinn.“
Séu reglur hirðsiða hafðar í huga eru þessi orð verri en illmælgi; þau jaðra við