Gripla - 01.01.1998, Side 19
,EI SKAL HALTR GANGA“
17
níð, því að eins og menntaðir áheyrendur sögunnar hafa augljóst munað, þá
drap Karkur þræll Hákon jarl í svínabæli.
Fundur þeirra Gunnlaugs og Eiríks á Hlöðum er fyrsta viðkynning Gunn-
laugs við erlendan stórhöfðingja og strax í upphafi bregst hann þeim kröfum
sem gerðar eru til framkomu tiginna manna sona. Samkvæmt siðareglum
riddaratímans kann Gunnlaugur ekki að svara dýrum mönnum, hann þver-
brýtur reglumar. Nú kann einhver að segja sem svo að Gunnlaugur sé
íslenskur maður og hann komi til norskrar hirðar, þar sem siðavendni suð-
rænna riddara hafi ekki verið viðhöfð; orðhvatir Islendingar séu daglegir
gestir í konungsgarði nálægra landa. En því er til að svara að það getur ekki
verið tilviljun að sögusmiður lætur Gunnlaug ansa þannig — og það bendir til
þess að bæði höfundurinn og áheyrendur hafi þekkt venjurnar — athöfn hans
er lýst af ásettu ráði, hann eigi að falla á fyrsta prófinu erlendis. Áheyrendur
hljóta og að hafa búist við þess háttar viðbrögðum söguhetjunnar. Viðumefni
Gunnlaugs, ormstunga, segir strax í byrjun kynningar hans, hvert tunga hans
muni leiða hann, hún er honum bölvuð; hann veit það og sjálfur, gortar meira
að segja af því í vísu.9
Frásögn sögunnar af heimsókn Gunnlaugs til Eiríks jarls er ekki eina
prófraun höfundarins á skaphöfn söguhetjunnar. Hólmgöngur Gunnlaugs eiga
einnig að leiða lunderni hans í ljós. Fyrsta víg hans erlendis segir að vísu
ekkert um hreysti hans, þar sem látið er í það skína að sverðið sem Aðalráður
konungur fékk honum til að ganga á móti Þórormi sé kynngi magnað.
Hólmgöngur voru ekki einungis tíðkaðar hér á landi heldur voru hvers konar
éinvígi mjög algeng í Evrópu á ritunartíma Gunnlaugs sögu og miklu fym I
bókmenntum riddaratímans úir og grúir af slíkum lýsingum. Til samanburðar
við Gunnlaugs sögu vil ég taka hér frásögn Erex sögu af einvígi (burtreið)
hans við Malpirant (1965:16-17):
Nú ríðaz þeir svá hart at, at allr þeira spðulreiði gengr í sundr, ok bar
9 í athyglisverðri grein um Bjamar sögu Hítdælakappa og Gunnlaugs sögu reynir Laurence
de Looze (1986:481—482) að skírgreina hlutverk skáldskaparins í deilum söguhetjanna. Hann
lítur svo á að deilumálin snúist um eins konar „a conflict between their poetry“ og hyggur að þar
komi fram „an ideal in the Icelandic mentality of the thirteenth and fourteenth centuries of an
absolute identity between a man what he uttered. A man was one with his poetry and the poetry
was the man, or so it was supposed to be“. Svo athyglisverð sem þessi skoðun er, þá getur hún
aðeins gilt um Gunnlaugs sögu og aðrar sögur að kveðskapur og laust mál myndi eina heild og
áheyrendur hafi skilið hvorttveggja einum skilningi; samtal texta og áheyrenda hafi verið
snurðulaust. A þessu hygg ég að hafi verið misbrestur þegar á 14. og 15. öld. Um þetta hef ég
fjallað á öðmm stað (Sverrir Tómasson 1996:40-45, sjá einnig Poole 1989:160-184).