Gripla - 01.01.1998, Page 20
18
GRIPLA
hvárr annan aptr af hestunum ok komu standandi á jprð. Síðan
brugðu þeir sínum sverðum ok hjugguz til grimmliga svá hart ok snart
at skildimir bmstu, hjálmamir stukku en brynjurnar slitnuðu ok
hvárrtveggi var svá sárr ok móðr at varla fengu þeir staðit. Malpirant
mælti þá til Erex: „Hvílumz við!“ „Nei,“ segir Erex, „fyrr skaltu fá hér
mart stórt slag, þar með láta lífit, ella skal ek dauðr liggja.“ Reiddi
síðan upp sverðit báðum hgndum ok (sneið) sundr hjálminn ok mikit
stykki af hausinum. Fell Malpirant við hgggit til jarðar en Erex á hann
ofan, búinn til at hpggva hann. Malpirant mælti: „Miskunna þú mér,
góði riddari, því at mitt góss ok líf er í þínu valdi, skal ek ok mín
unnusta þjóna yðr meðan við lifum bæði.“
Það er langur aðdragandi að því að Gunnlaugur og Hrafn gangi á hólm; í
fyrstu eftir að Gunnlaugur kemur til landsins virðast þetta vera meinlitlar
væringar og viðureign þeirra á Alþingi sömuleiðis. Áskorun Hrafns, þegar
Gunnlaugur liggur í rekkju er eins og tveir skólastrákar séu í leik fremur en
orðasennu (de Looze 1986:484), enda svarar Gunnlaugur: „Mæl drengja
heilastr ok þenna kost vil ek gjarna þiggja.“ Bardaginn á Dinganesi er hins
vegar alvara; frásögnin af bardaga þeirra ber öll þess merki að riddarar gangi
til leiks (sjá Bjama Einarsson 1956:25-27 og Jónas Kristjánsson 1993:
49-53). Og sögusmiður hefur valið afvikinn stað til bardagans, stað sem hann
hefur ekki ætlast til að Norðmenn færu að leita að. Vert er að rifja upp lyktir
einvígisins (1916:54-55; 1987:1191):
Gunnlaugr hjó þá um síðir til Hrafns mikit hpgg með sverðinu ok
undan Hrafni fótinn. Hrafn fell þó eigi at heldr ok hnekkti þá at
stofni einum ok studdi þar á stúfinum. Þá mælti Gunnlaugr: „Nú ertu
óvígr,“ segir hann „ok vil ek eigi lengr berjaz við þik, orkumlaðan
mann.“ Hrafn svaraði: „Svá er þat,“ segir hann, „at mjgk hefir á
leikiz minn hluta, en þó mundi mér enn vel duga ef ek fenga at
drekka npkkut.“ Gunnlaugr svarar: „Svík mik þá ei,“ segir hann „ef
ek færi þér vatn í hjálmi mínum“.
Margir fræðimenn hafa fjallað um þessi orð. Sigurður Nordal lét svo ummælt
(1938:xli) að „í hreinni riddarasögu hefði Gunnlaugur verið hafinn yfir tor-
tryggni til Hrafns. í veruleikanum hefði hann alls ekki fært honum vatnið“. í
formála að skýringarkveri að skólaútgáfu Gunnlaugs sögu hélt ég því fram að
atvikið sýndi dygðir Gunnlaugs (Sverrir Tómasson 1987:59). Núna fæ ég