Gripla - 01.01.1998, Page 21
„EI SKAL HALTR GANGA'
19
ekki betur séð en að frásögnin eigi einmitt að sýna hvemig Gunnlaugur bregst
ranglega við: Hann hefði samkvæmt öllum leikreglum átt að gera Hrafn
undirgefinn sér eða drepa hann. Sökum þess að hann breytir ekki rétt á
úrslitastund lætur hann lfka lífið.
Af Gunnlaugs sögu er ljóst að höfundur hennar hefur ætlast til að áheyr-
endur þekktu aðrar sögur úr héraðinu og næstu sveitum. Obeinar og beinar
skírskotanir eru til Egils sögu, gert er ráð fyrir því að Laxdælir séu vel kunnir
mönnum og Hallfreður vandræðaskáld birtist sem velsiglandi kvæðamaður
sem lætur svo lítið að hrósa kveðskap hins borgfirska elskhuga og ferðalangs.
I sögunni er hvergi beinlínis vísað til riddarasagna en heimur þeirra er
sagnaritaranum vel kunnur; raunsæisskyn frásagnarinnar er að vísu hvergi
rofið með ýkjum og sagan er sögð með lágum málshætti. Stundum er þó
höfðað til áheyrenda eins og þeim sé gjörsamlega hulið hverju áður hefur
fram farið, eins og t.d. þegar Þorsteinn ávarpar Jófríði konu sína skömmu
áður en hann fer til þings (1916:6; 1987:1168) og ráðning draumsins er ljós:
„Svá er háttat,“ segir hann, „at þú ert með bami“. Lýsing Helgu er mjög í
anda riddarasagna. Hún er alltaf í baksýn, lesandinn skynjar návist hennar og
skilur sorg hennar. Hún mælir eina minnisstæða setningu eftir draumvísu
Hrafns og í sögulok er hún haldin sjafnarsýki, amor hereos, en einkenni
þeirrar veiki gera einnig vart við sig hjá körlum eins og Agli Skallagrímssyni
og ívari Ingimundarsyni, og er sjúkdómurinn vinsælt yrkisefni skálda á 12.
og 13. öld (Stemmler 1990). Gunnlaugs saga er aftur á móti ekki einvörðungu
saga Helgu hinnar fögru eins og sumir fræðimenn henni samkynja hafa
haldið fram (Reuschel 1957:9-14, Mundal 1980:17). Það má þó til sanns
vegar færa að hlutverk hennar lýsi upp stöðu tignarkvenna á miðöldum; þær
em áhorfendur og þolendur í senn. Og vissulega er rétt að sjónarhorn Helgu
fær að njóta sín í sögunni. Höfundur Gunnlaugs sögu hefur með ástarsögu
Gunnlaugs og Helgu unnið á hefðbundinn hátt úr mjög vel þekktum minnum
sem bæði er að finna í norrænum hetjusögum og frönskum riddarakveðskap.
Orð Bjöms M. Ólsens um strengleik í sögustíl lúta að þessu efnistökum. En
ástin er naumast sen sögunnar. Sagan fjallar um ungan mann, hvemig hann
má reyna. Höfundurinn hefur í huga ákveðnar siðareglur riddaratímans og
sýnir hvemig þær em brotnar, hvemig þeim manni famast sem ekki fer eftir
þeim. Bygging sögunnar styður einnig þennan skilning. Reynsla Gunnlaugs
við hirð Eiríks jarls skiptir sögunni í tvennt: nú skal reyna sveininn erlendis
með stórhöfðingjum, barnabrek hans heima á fróni eru með nokkrum
blæbrigðum endurtekin erlendis, einkum þó við hirð Ólafs sænska, þar sem
hann kann heldur ekki að gæta tungu sinnar. Höfundur Gunnlaugs sögu hefur