Gripla - 01.01.1998, Page 22
20
GRIPLA
ætlað sér að ná til íslenskra áheyrenda og því hefur hann klætt efnið í þann
búning sem þeir þekktu best: íslenskur höfðingjasonur fer utan, freistar
gæfunnar, en snýr loks aftur heim í átthagana; slík ævintýri þekktu flestir
áheyrendur á 13. öld af sögum og sumir af eigin raun.
I merkilegri ritgerð sem Robert G. Cook birti (1971) um Gunnlaugs sögu
komst hann að þeirri niðurstöðu að sagan fjallaði um feðraveldi, sýndi
hvemig feður reyndu að stjóma niðjum sínum. Undir þá niðurstöðu má að
nokkru leyti taka. En lýsing Gunnlaugs sögu á söguhetjunni er frásögn af
vandræðabarni: flestallar athafnir hans eru barnleikar, en þeim fylgir
alvara, sérstaklega festarmálunum og af þeim öllum geta bæði fullorðnir sem
böm dregið sinn lærdóm; brek hans verða honum ekki til þroska. En
ástarsagan dylur boðskapinn. Gunnlaugs saga hefur að mínum dómi verið frá
upphafi ætluð ungu fólki, hún er fyrsta íslenska bamasagan og samin löngu
áður en menn höfðu hugmynd um þá ágætu bókmenntagrein.
FRUMHEIMILDIR
Bodel, Jehan. 1989. La Chanson des Saisnes. Tome I. Texte. Ed. Annette Brasseur.
Textes littéraires frangais. Librairie Droz S. A., Genéve.
Capellanus, Andreas. 1892. De amore. Rec. E. Trojel. Havniae.
Erex saga Artuskappa. 1965. Ed. Foster W. Blaisdell. EA. B:19. Copenhagen.
Gunnlaugs saga ormstungu. 1916. Udg. Finnur Jónsson. STUAGNL XLII. Kpben-
havn.
Gunnlaugs saga ormstungu. 1938. Borgfirðinga spgur. ÍF 111:49-107. Útg. Sigurður
Nordal og Guðni Jónsson. Hið íslenzka fomritafélag, Reykjavík.
Gunnlaugs saga ormstungu. 1987. íslendinga sögur og þœttir 11:1166-1193. Ritstj.
Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson, Ömólfur Thorsson. Svart á
hvítu, Reykjavík.
ívens saga. 1979. Ed. Foster W. Blaisdell. EA. B:18. Copenhagen.
Ólafur Þórðarson. 1884. III. afhandling. Den tredje og fjœrde grammatiske afhandling
i Snorres Edda tilligemed de grammatiske afhandlingers prolog og to andre
tillœg: 1-119. Udg. Bjöm Magnússon Ólsen. STUAGNLXII. Kpbenhavn.
EFTIRHEIMILDIR
Bjami Einarsson. 1956. Bardaginn á Dinganesi. Nordœla:\l-2%. Helgafell, Reykja-
vík.
-----. 1961. Skáldasögur. Um uppruna og eðli ástaskáldasagnanna fomu. Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.