Gripla - 01.01.1998, Page 25
JÓN SAMSONARSON
ÓKINDARKVÆÐI
1 Inngangur
Ókindarkvæði er meðal þess margbreytta efnis sem Ólafur Davíðsson
dregur saman og tekur upp í safn sem hann kallar Islenzkar þulur og þjóð-
kvœði (IV 1898-1903:171). Kvæðið er prentað án höfundamafns, og verður
ráðið af því að Ólafur veit ekki hver orti; kvæðið hefur borist honum án
höfundarnafns, eins og flest annað í safninu. Hitt er lakara og óþarfa gáleysi
að Ólafur getur þess ekki hvaðan hann hefur kvæðið, og verður ekki séð eftir
hverju er prentað. Má segja að Ókindarkvæði svífi svo sem í lausu lofti, á
meðan þannig stendur að ekkert er vitað um uppruna þess eða aðkomu að
prentuðum bókum eða skrifuðum.
Séra Bjami Þorsteinsson birti upphafserindi Ókindarkvæðis í Islenzkum
þjóðlögum (1906-1909:509) og sönglag með. Lagið hafði Bjami lært 8. mars
1898 af Ólafí Davíðssyni á Hofi í Hörgárdal eftir því sem segir í áðumefndri
heimild og væri helst dagsetningin sem rengja mætti með nokkrum rökum,
þótt litlu skipti, en þannig er mál með vexti að konan mín, Helga Jóhanns-
dóttir þjóðlagafræðingur, hefur bent mér á lítið söfnunarkver með eiginhendi
Bjama Þorsteinssonar. Kverið er með öðrum gögnum séra Bjama á Stofnun
Ama Magnússonar á Islandi. I söfnunarkverinu er upphafserindi Ókindar-
kvæðis með sönglagi. Nafn kvæðisins er eins og í Islenzkum þjóðlögum:
Ókindarkvæði, og sama máli gegnir um nafn heimildarmanns: „(eptir Ólafi
Davíðss)", en aftan við er nákvæm staðsetning og dagsetning: „skrifað að
Hofi í Hörgárdal 9/3 1898“. Annað í kverinu getur bent til þess að 9/3 sé rétt
dagsetning, og er þá farið villt um einn dag í prentaðri útgáfu, og fundur
þeirra Ólafs og Bjama hefur orðið 9. mars 1898 á Hofi í Hörgárdal, en þar
bjuggu foreldrar Ólafs, séra Davíð Guðmundsson og Sigríður Ólafsdóttir,
bæði af eyfirskum ættum sem er vert að nefna, hafi Ólafur lært lagið af
foreldrum sínum, þótt ekki þurfi það að vera. Um kvæðið vitnar Bjami í
íslenzkar þulur og þjóðkvœði og ekkert bendir til þess að hann kunni skil á
uppruna þess eða viti hver orti.
Enn er þess að geta að próf. Einar Ól. Sveinsson tók sex erindi úr Ókindar-