Gripla - 01.01.1998, Page 26
24
GRIPLA
kvæði í þjóðkvæðaúrval (1942:241). Trúlega hefur Einar farið eftir Islenzkum
þulum og þjóbkvœbum sem liann styðst iðulega við án tilvísunar hverju sinni.
Ekkert bendir til þess að Einar búi yfir vitneskju um Okindarkvæði sem hon-
um þyki máli skipta um fram nakinn textann í útgáfu Ólafs.
Hér verður þess freistað að sækja frekari vitneskju um Ókindarkvæði í
handritaböggul í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, NKS 3315 II 4to, og
eftir skrifuðum blöðum þar er kvæðið prentað (á bls. 26-27 hér á eftir).
2 NKS 3315 II 4to
NKS 3315 4to er handrit í tveimur bögglum sem táknaðir eru I og II. Hand-
ritið er skilgreint af safnamönnum á eftirfarandi hátt: „Islandske Digte (vok-
sende samling).“ Þama eru íslenskar kvæðauppskriftir á ósamstæðum blöð-
um, skipað niður og raðað eftir höfundum kvæða. í II er ennfremur blaða-
bunki með blönduðu efni, merktur: „Forskellige.“ Þar er fjórblöðungur sem
hér verður fjallað um að nokkru og eftir honum er Ókindarkvæði prentað hér.
Ókindarkvæði er á fremsta blaði (lr-v) og við snöggt álit má giska á að það
sé 19. aldar maður sem heldur á penna. Ekki hefur þessi blaðabunki vafist
fyrir íslenskum rannsóknarmönnum, svo að vitað sé. Þó hefur Jón Helgason
prófessor við Hafnarháskóla og forstöðumaður Ámastofnunar í Kaupmanna-
höfn, gætt að og fundið nýtilegt blað, enda megum við minnast þess sem til
þekktum að Jón sinnti af meiri kostgæfni en aðrir menn um allt sem rann-
sóknarstörfin varðaði, smátt og stórt, og var fátt undanskilið sem á fjörur rak.
Jón birtir fornkvæðatengda munnmælasögu eftir „en seddel“ í NKS 3315
II 4to, „Forskellige“. Hann lætur þess getið að blaðið sé upphaflega úr dánar-
búi Gísla Brynjólfssonar (d. 1888), og er „vistnok skrevet med hans hánd“
(Jón Helgason 1981:6). Fjórblöðungurinn sem geymir Ókindarkvæði er sem
fyrr sagði í NKS 3315 II 4to, „Forskellige“. Fyrirsögn Ókindarkvæðis er efst
á bl. lr, og kvæðið endar ofarlega á bl. lv með svofelldri greinargerð: „[skrif-
að upp eptir móður minni.]“
Verður nú fyrst rakið efni þessa fjórblöðungs í stórum dráttum, ef fást
kynni rökstudd vitneskja um nafn skrifara og hver móðir hans var sem flutti
honum kvæðið.
Undir Ókindarkvæði ofarlega á bl. lv er dregið strik sem greinir það frá
því sem fer næst á eftir, en það eru þrjár vísur eftir Sigfús prest Ámason,
skáldmæltan klerk, son séra Áma Þorsteinssonar á Kirkjubæ í Hróarstungu
og Bjargar Pétursdóttur ffá Ketilsstöðum á Völlum sem nánar verður vikið að
síðar af annarri ástæðu.