Gripla - 01.01.1998, Page 29
ÓKINDARKVÆÐI
27
Hún dróg það útum dymar og dustaði vð fönn,
ætla jeg að úr því hriti ein lítil tönn.
Ætla jeg að úr því hriti augað blátt,
hún kallaði með kjæti og kvað við svo hátt:
Hún kallaði með kjæti: „Kindin mín góð!
þetta hefur þú fyrir þín miklu hljóð.
Þetta hefur þú fyrir þitt brekastát,
maklegast væri jeg minkaði þinn grát.“
„Maklegast væri jeg minkaði þinn þrótt“ —
En ókindin lamdi það allt fram á nótt.
En ókindin lamdi það í þeim stað,
þangaðtil um síðir þar kom maður að.
Þangaðtil um síðir þar kom maður einn,
upp tók hann bamið og ekki var hann seinn,
upp tók hann barnið og inní bæinn veik,
en ókindin hafði sig aptur á kreik.
En ókindin hafði sig ofaní fljót,
og bamið aflagði sín brekin mjög ljót.
Okindarkvæðið endar nú hjer —
en Sigríður litla, sjáðu að þjer.
[Skrifað upp eptir móður minni.]
Orðalag í fyrirsögn er tvírætt: Ókindarkvæði sem madama Björg kvað við
dóttur sína Sigríði. Beinast liggur við að skilja þetta svo að Björg hafi ort
kvæðið og kveðið við Sigríði. En það mætti líka þrengja merkinguna og taka
þetta þannig að Björg hafi raulað kvæði sem hún kunni við dóttur sína, en
annar hafi ort. Samt er ekki svo að skilja, og má færa að því fullgild rök að
orðið kvað er hér í merkingunni orti. Það verður ljóst af fyrirsögn næst á eftir
Ókindarkvæði fyrir vísu eftir séra Sigfús Amason á Kirkjubæ í Tungu. Sem
fyrr sagði var séra Sigfús sonur Bjargar Pétursdóttur sem hér er eignað
Ókindarkvæði. Á milli Ókindarkvæðis og vísu er dregið strik til aðgreiningar.
Undir striki er fyrirsögn sem á við vísu séra Sigfúsar, en varðar Ókindar-
kvæðið ekki síður og sýnir svo að ekki verður um villst að „kvað“ í fyrirsögn
Ókindarkvæðis merkir ‘orti’, en ekki einungis það að Björg hafi ‘raulað’
kvæði annars manns við Sigríði dóttur sína. Fyrirsögn sem á við vísu séra
Sigfúsar er á þessa leið: „Sjera Sigfús Ámason og Bjargar sem ókyndar-
kvæðið er eptir orti þetta við son sinn laungetinn Haldór".
Björg Pétursdóttir sem nú virðist sýnt að sé höfundur Ókindarkvæðis var
frá Ketilsstöðum á Völlum, fædd 1749 eftir því sem segir í Guðfrœðingatali
Hannesar Þorsteinssonar og lést 1839 (1907-1910:114-115), dóttir Péturs