Gripla - 01.01.1998, Síða 30
28
GRIPLA
Þorsteinssonar sýslumanns í Múlaþingi og Þórunnar Guðmundsdóttur frá
Kolfreyjustað. Hún var tvígift, átti fyrst Guttorm Hjörleifsson, síðar séra Áma
prófast Þorsteinsson á Kirkjubæ í Hróarstungu. Sigríður var dóttir Áma og
Bjargar. Hún giftist Þorsteini Jónssyni aðstoðarpresti á Klyppsstað í Loð-
mundarfirði (Páll Eggert Ólason 1948:78). Við hana hefur Björg kveðið
Ókindarkvæði að ætla verður af fyrirsögn og af ávarpi í kvæðislok: „Sigríður
litla, sjáðu að þér!“ í Manntali á íslandi 1816 (1947:25) er Sigríður hjá for-
eldrum sínum, 20 vetra, fædd á Kirkjubæ. Móðir hennar Björg Pétursdóttir er
sögð 67 ára í sömu heimild, fædd á Ketilsstöðum á Völlum.
Björg Pétursdóttir var af þekktu skáldakyni í móðurætt, afkomandi séra
Einars Sigurðssonar í Eydölum, rakið frá Þóru, dóttur Stefáns í Vallanesi:
Þóra Stefánsdóttir, kona séra Páls Högnasonar á Valþjófsstað, þeirra dóttir
Þórunn kona séra Guðmundar Pálssonar á Kolfreyjustað, þeiiTa dóttir Þórunn
fyrri kona Péturs Þorsteinssonar sýslumanns á Ketilstöðum á Völlum, þeirra
dóttir Björg (Þorkell Jóhannesson 1947:163), fædd 1749, giftist Guttormi
sýslumanni Hjörleifssyni 1767; ekkja eftir hann 1771, giftist Áma prófasti
Þorsteinssyni presti fyrst að Hofi í Vopnafirði, síðar að Kirkjubæ í Hróars-
tungu 1783 (Ámi Þorsteinsson 1820:25). Sigurður Pétursson ljóðskáld og
leikritahöfundur var bróðir Bjargar eins og segir í fyrirsögn Ókindarkvæðis,
Sigurður var albróðir Bjargar, tíu ámm yngri, fæddur 1759 (Ámi Þorsteinsson
1820:25). Séra Sigfúsar er áður getið, Ámasonar og Bjargar. Hann var skáld-
mæltur, þótt ekki verði hann settur í stórskáldaröð á borð við frændur Bjargar
og forfeður suma sem gerðu garðinn frægan. Frænkur Bjargar voru Ljósa-
vatnssystur, Rut og Júdít, alþekktar skáldkonur.
4 Bamafælur
Ólafur Davíðsson skipar Ókindarkvæði í flokk með þulum og kvæðum sem
hann kallar: „Grýlukvæði og því um líkt“. Þar fer mest fyrir Grýlu og
Grýluliði, Grýlubörnum, Bola, Leppalúða, Skrögg og jólasveinum. í þennan
flokkinn eru dregnar aðrar barnafælur, þótt ekki séu Grýluættar svo að rakið
verði, Klapparkarlinn í Grímsey (Karlinn undir klöppinni), Skuggamaður á
glugga og Ókindin í Ókindarkvæði. Niðurröðun Ólafs fær fyllilega staðist og
ekki nema eðlilegt að hann láti fara saman hvers konar þulur, kvæði og kvið-
linga um bamafælur. Um Ókindina í Ókindarkvæði er óvíst hvort höfundur
kvæðisins býr hana til sem vel má vera eða hún hefur verið fyrir í vitund
barna og uppalenda fyrir austan, eins og sagt er að Klapparkarlinn hafi verið
í Grímsey (Jón Norðmann 1946:53).
I Grýlukvæðum er dregin upp tröllsleg mynd af Grýlu sem fer um sveitir