Gripla - 01.01.1998, Page 31
ÓKINDARKVÆÐI
29
og sníkir sér til matar óþekk böm sem gráta og hrína, en sinna hvorki um
guðsorð né góða siði. Ferðalagið verður oft meginþráður kvæðanna. Grýla fer
bæ frá bæ að leita eftir bita, henni er jafnan illa tekið og vísa húsráðendur
hver frá sér. Komu Grýlu á bæi er lýst í mislöngu máli, oft stuttlega. I stað
tröllslegrar útlitslýsingar Grýlukvæðanna er hryllingurinn í Okindarkvæði
magnaður upp með óhugnanlegri lýsingu á skiptum Ókindar við bamið. Af
útliti Ókindar segir ekki annað en það að hún er ljót, ef það lýtur að líkams-
skapnaði sem ekki þyrfti að vera. Hitt er ljóst frá upphafi að Ókind hefst við
í helli eða holu sem bamið lendir í ef það fer óvarlega, og er sem þar grilli í
uppeldislegt atriðið. Síðar í kvæði hrökklast Ókindin ofan í fljót og má geta
þess til að þar vísi skáldið henni til ókindanna í Lagarfljóti, enda kynni að
vera um skyldleika að ræða.
Af kvæðum sem trúlegt er að Björg á Kirkjubæ þekki og gætu kveikt
hugmynd að Ókindarkvæði er nærtækast að nefna vinsælt Grýlukvæði eftir
ættföður hennar Stefán Ólafsson í Vallanesi (1885:230-233):
Ekki linnir umferðunum
í Fljótsdalinn enn,
það sér á að þar búa
þrifnaðar menn
í kvæðum beggja segir frá bamafælu, þótt með sínu móti sé hvort. Annað
með tilheyrandi sníkjuferðum og skelfilegri Grýlulýsingu. Hitt um skipti
óskilgreindrar ókindar við bam sem hún hremmir, bragarháttur er hinn sami
að heita má, bæði kvæðin með dragmæltu grýlukvæðalagi. Þó ber þess að
geta að þetta var algengur háttur Grýlukvæða og fleiri vögguljóða að ég hygg
fyrir og um daga Bjargar á Kirkjubæ. Þekkt er Grýlukvæði Eggerts Ólafsson-
ar, biturt ádeilukvæði sem hefur að upphafi: „Hér er komin hún Grýla sem
gullleysið mól, hún er að urra og ýla“ (1953:14—16), en trúlegra þykir mér að
Björg sé handgengin kvæðum forföður síns Austfirðingsins Stefáns í
Vallanesi fremur en hitt að kvæði Eggerts Ólafssonar hafi náð eyrum hennar
enda hefur kvæði Stefáns verið vinsælt bamgælukvæði og á það sammerkt
með Ókindarkvæði, en kvæði Eggerts er annars kyns og fremur ætlað full-
orðnu fólki en bömum.
5 Vinsældir Okindarkvæðis
Því er slegið föstu hér á undan að Ókindarkvæði hafi notið vinsælda og þyrfti
að færa fyrir því rök sem þó verða mögur og fátæklegri en skyldi og þyrfti að
vera. Til afsökunar er það helst að heimilda um vinsældir kvæðisins væri ekki