Gripla - 01.01.1998, Page 47
BROT ÚR FORNUM ANNÁL
45
um sem íslenskir höfðingjar sóru Noregskonungum, greint frá staðamálum og
greinar eru um sóttafar, bardaga, hafískomur, eldsuppkomur, kómetur og
tunglmyrkva, en fæstar greinar lúta að útlendum stórhöfðingjum sem eru
áberandi í fomum annálum. í uppskriftinni í 1206 eru nokkrar augljósar villur
sem ekki koma fyrir í Konungsannál eða öðrum eldri annálum. Þessar villur
gætu sýnt að sá sem skrifaði upp eftir fomum annál var ekki fulllæs á skrift
forrits síns eða forritið hafi verið dauft eða brenglað eftir milliliði. Helstu
villudæmi eru þessi:
1) Við árið 1217 skrifar 1206 „mægd“ í stað „vmegð“ í Konungsannál og
öðmm fornum annálum (Islandske Annaler:125).
2) Við árið 1242 skrifar 1206 „Glettingar í Alfta/ tungu“ þar sem Kon-
ungsannáll og aðrir fornir annálar og uppskriftir þeirra skrifa
„Flettingar i Alftartvngv“ (Islandske Annaler:131). Frá atburðum í
Álftártungu 1242 segir í Sturlunga sögu (11:24): „Kolbeinn reið til
Álptártungu með allan flokkinn ... Fengu þá allir aðrir menn lífs grið
og lima, en váru flettir vápnum og hestum.“
3) Við árið 1253 skrifar 1206 „Raudz felli“ þar sem Konungsannáll hefir
við árið 1254 „Rávðsvelli“ (Islandske Annaler:133).
4) Við árið 1299 segir 1206: „Herra Jon Logmadur sagdi nafnböt af
hí’rra Erlendi og Sturlu Jonszyne“ þar sem Konungsannáll og Skál-
holtsannáll segja: „herra Jon logmadr sagðr af nafnbgt af he/Ta
Erlendi ok herra Stvrlv Jons syni“ (Islandske Annaler:146, 199). Hér
kynni þó eitthvað að vera málum blandað, Lögmannsannáll og
Flateyjarannáll nefna Jón herra við árin 1301 og 1306 (Islandske
Annaler:263, 388, 390). Jón Sigurðsson (1886:42) bendir á að svo líti
út sem nafni hans Einarsson hafi verið sviptur nafnbót en fengið hana
aftur.
Annálsbrotið í 1206 er sem fyrr segir skyldast Konungsannál, en hann
telur Gustav Storm til norðlenskra annála. Handritið sem geymir Konungs-
annál, GKS 2087 4to, var á Hólum í Hjaltadal um 1640 og var þá notað til
þess að gera hina svokölluðu „Annales Holenses antiquiores“ sem eru í AM
410 4to, en auk Konungsannáls er þar stuðst við eldri annálasamsteypu
samhljóða AM 412 4to (Storm 1888:xiii, xxxxvii-li). Aðalskrifari AM 410
4to er séra Jón Pálsson sem var einn af skrifurum Þorláks Skúlasonar Hóla-
biskups og að því er Ámi Magnússon ályktar á miða við AM 412 4to er það
með hendi skrifara Þorláks biskups. í báðum þessum annálauppskriftum