Gripla - 01.01.1998, Qupperneq 53
MANNESKJA ER DÝR OG HENNI ER HÆTT
51
óhætt að fullyrða, að mynd með sömu frumatriðum í hafi vakað fyrir honum,
og því verið til í hugskoti hans, hvemig sem sú mynd hefur verið til orðin eða
hvaðan komin.
Metafóra, ‘yfirfærsla’, sem Ólafur Þórðarson (1884:26) skilgreindi (eftir
riti Donatusar) á íslenzku sem „framfæring orða eða hluta í aðra merking“
hefur ætíð verið eitt hið mikilvægasta tæki mannsins til þess að koma skiln-
ingi, um leið og máli sínu og sögu, á heiminn og reynslu sína. Að einhverju,
en mjög verulegu leyti, verður að ætla að yfirskilvitlegar vættir og goðmögn
náttúrunnar séu einmitt þessa eðlis og uppruna. Það er til dæmis öldungis
ljóst um tröll, að þau eru berendur og um leið persónugervingar hömlulausra,
ótempraðra hvata og eiginleika (kynhvöt, átgræðgi, tryggð), sem eru mann-
legir, en þannig að hinn félagsbundni og aðlagaði maður verður að hafa þá í
öruggum hömlum, í hófi. Náttúran sjálf virðist mönnum oft líka hömlulaus,
þegar hún fer hamförum, og þá geta mönnum fundizt eða sýnzt í henni vera
ógnarvættir að verki. Og að því leyti sem eiginleikamir, sem hafa í hug-
myndafari manna gæðzt lífi og persónuleikum sem tröll eða aðrar vættir, eru
hluti af veruleika þeirra, að því leyti eru vættimar orðnar sannar. Þær eru
sannleikur. Slíkir persónugervingar eru þá líka sanngervingar.
Úr því að ljónið í limrunni hefur sýnt sig að vera þar í hlutverki nykurs
þjóðsagnarinnar, þá gefur auga leið að hin persónan, konan frá Níger, sé
manneskja nykursögunnar. Auðvelt er að hugsa sér, að sú persóna gæti sem
yfirfærsla staðið fyrir vitund okkar manneskja í margvíslegum aðstæðum í
lífinu. Hver kannast ekki við þá reynslu, að hafa farið rangt að einhverju,
vegna vanskilnings á einhverju mikilvægu grundvallaratriði eða vegna
meinloku, svo að nærri lá að hrapallega færi? En ljós skilningsins kviknaði í
tíma, áður en í fullkomið óefni var komið, og við komumst af baki meinlok-
unni. Annars hefðum við ekki orðið til frásagnar um hættuna og um það sem
skildi milli lífs og dauða, eða milli eðlilegs lífs og fullkominna ófara. Hættan
sem um gæti verið að ræða gæti verið fullkomlega huglæg. Huga sinn þekkir
maður ekki til hlítar; hann er undarlega sjálfstæð vera og getur komið manni
feiknlega á óvart, svo að allt ætlar um koll að keyra. Má til dæmis í því sam-
bandi minna á áföll af geðtruflun, ást, harmi o.s.frv., aðstæður þegar mann-
eskja getur fundið á sér, að hún sé, eða hafi verið, að því komin að ganga af
göflunum. Þannig skapaður ætla ég, að nykurinn hafi stundum verið í sögum,
og að sögur af vættum geti verið táknlegar frásagnir um slík áföll, þegar
manneskjunni er sýnt í tvo heimana.
Nú vill svo til, að Ólafur Þórðarson hvítaskáld tók upp í Málskrúðsfræði
(1884:102) sinni dróttkvæðan vísuhelming höfundlausan, sem er um mann-
eskju sem einmitt virðist stafa hætta af hömluleysi sínu — í þessu tilviki af