Gripla - 01.01.1998, Side 54
52
GRIPLA
ástamálum — þannig að einboðið virðist að taka vísuhelminginn inn í þetta
mál:
Enn skinnbiarta skortir
skapið kannaz mer svanna
dyr er hon hætt at hvarv
halm æín níorvn sterna.
Ólafur tekur vísuhelminginn upp af því að hann hefur í honum dæmi um
hina fyrstu af fjórum „leiðum“ metafóru: „Af andligum hlut til andligs hlutar“
(eftir orðum Donati: ab animali ad animale), sem er þá „framfæring“ einnar
lífigæddrar skepnu til annarrar. Vísuorð þessi eru ekki varðveitt annars staðar
en í þessu samhengi í Ormsbók Snorra-Eddu, en nú hér skrifuð upp eftir
útgáfu Finns Jónssonar í Skjaldedigtning A (1912:600).
Vísuorðin hafa þótt fræðimönnum ekki auðveld skýringar. Þeir Bjöm M.
Ólsen og Finnur hafa, að fyrirmynd Sveinbjamar Egilssonar, leitað nokkuð
langt eftir götu ofljóss til skilningsins, þangað sem ekki virðist óhætt að fylgja
þeim alla leið með öruggu hjarta. Sjá um þetta útgáfu Bjamar M. Ólsens í
Islands grammatiske litteratur, en einkum skýringartilraunimar (Ólafur
Þórðarson 1884:102-103, 213-214); og umræðu Finns Jónssonar í Lexicon
poeticum við orðið halmein, þar sem hann hallast að ofljóst-skýringu
Bjamar. Þótt ekki muni vera allt sem sýnist um merkingar í vísuhelmingnum,
er þó samdæmi um mikið af því sem mikilvægast er í yfirborðsmerkingunni.
Það leikur ekki vafi á frumlagi né umsögn, og ekki heldur hvaða orð sé
andlag, þótt merking þess orðs vísi í ýmsar áttir. Frumlagið er Njörun steina,
kvenmaður. Hún er kölluð skinnbjört, sem hlýtur að þýða fögur álitum, en ef
til vill mætti líka láta sér detta í hug skinbjört, þ.e. lýsandi björt eða: sem
sýnist björt. Sögnin er, að þessa konu skortir nokkuð, andlagið er það sem
felst í halm æín eða halmein. Sú merking er nokkuð ljós af því sem Ólafur
segir í framhaldinu, og mun mega treysta því að honum hafi ekki skjátlazt
mjög um það (1884:103):
Fyrir fegrðar sakir þotti skalldinv betr fara malit ok vberari verða
lpstrinn, at kalla marglata konv helldr dyr en greina ser hvem hlvt,
þann ær hon gerði vmannliga.
Vísan er um ástamál konunnar. Það sem hana skortir verðum við því að
ætla að sé ástaratlæti karls eða máske karla, úr því að hann kallar hana marg-
láta. Meðal hugmynda foms kveðskapar er sú kunnugleg, að „eitt mein sækir
jarl hvem“ (Finnur Jónsson 1912:222), nefnilega ástarsótt, ástarhvöt. Því