Gripla - 01.01.1998, Page 56
54
GRIPLA
lilaupa með manneskjuna út úr mannfélaginu í glötun, sem jafngildir opnum
dauða, nema bjargráð takist. En frásögulausa metafóran í dróttkvæða vísu-
helmingnum er að því leyti í ríkara samræmi við örlög konunnar frá Níger, að
manneskjan rennur í báðum saman við dýrið, verður dýrið.
Undirstaða metafórunnar hér var grundvallarandstæðan maður : dýr, sem
andstæðir flokkar til þess að flytja á milli. í þessari andstæðu er fólgin önnur,
þ. e. annars vegar siðað mannfélag, hins vegar villiheimur eða allt annað; og
í tilliti til einstaklings, sem æ á heima í mannfélagi, birtist okkur andstæðan:
annars vegar siðaður, félagsþroskaður, með taumhald á sjálfum sér, en hins
vegar siðlaus, óþroskaður, hömlulaus (þ. e. sem horfir til þess villta og gæti
horfið þangað). Það sem Snorri Sturluson segir um nykrað í fyrsta kafla
Háttatals er í fullu samræmi við þessa almennu andstæðuskynjun í heims-
myndinni. Hann nefnir nykrað svo sem það sé andstæða nýgervingar. 6. vísa
Háttatals sem er dæmi hans um nýgervingu skal hér ekki tekin upp, en hún
staðfestir að fullu það sem hann segir um hana (Edda Snorra Sturlusonar
1931:217):
Það eru nýgjörvingar að kalla sverðið orm og kenna rétt, en slíðrimar
götur hans, en fetlana og umgjörð hams hans. Þar heldur til ormsins
náttúra, að hann skríður úr hamsi og til vatns. Því er svo að hann fer
leita blóðs bekkjar og skríður hugar stigu, það em brjóst manna. — Þá
þykja nýgjörvingar vel kveðnar, ef það mál, er upp er tekið, haldi of
alla vísulengd.
Það gerist vissulega í þessari vísu. Sverð er sóknar naður, rógs ramsnákur,
sverðasennu linnur, vals ormur; aðeins ormar, og ekki kennt á annan veg, og
allt sem um sverð er sagt er látið falla að athæfi orma, þannig að ekki er
missmíði á. Með þessu er sú list að ná samræmi ræktuð þangað sem ekki
kemst lengra. En síðan segir Snorri í beinu framhaldi: „En ef sverð er ormur
kallaður, en síðan fiskur eða vöndur eða annan veg breytt, það kalla menn
nykrað, og þykir það spilla“ (Edda Snorra Sturlusonar 1931:217).
Það er auðséð, að fyrir Snorra vakir annars vegar íþróttin vammi firrða,
hugsjón þaulræktaðrar listar dróttkvæða, hins vegar sem andstæða villigróð-
urinn á þeim akri. Hann tekur þó fremur vægt til orða með því að vitna aðeins
í almennan smekk með orðunum „og þykir það spilla“. Enda hefur honum
sjálfsagt verið það jafn ljóst og flestum fræðimönnum síðan, að mikill þorri
dróttkvæða er alls ekki þannig, að „það mál er upp er tekið“ haldi lengi, hvað
þá „alla vísulengd“. Mjög víða er máli „breytt“ eða skipt í þessum skilningi,
ólíkar líkingarmyndir geta kallað hvor á móti annarri á áhrifaríkan hátt, þann-