Gripla - 01.01.1998, Page 58
56
GRIPLA
vafi, skv. vitnisburði þjóðsagnanna. í þriðja lagi fáum við staðfest, að þegar
orðið nykrað er haft um fyrirbæri í málnotkun, þá er þar um að ræða líkingar-
yfirfærslu úr vættaheimi til þess að lýsa fyrirbærinu, metafóru úr ríki þess
dularfulla og uggvæna til að lýsa því sem gerist í ræktaðri, siðmenntaðri mál-
tjáningu. Þetta neglir Ólafur fast með því að bæta við heiti annarrar furðu-
skepnu: nykrað eða finngálknað.
Þessi yfirfærsla liggur fyrir, er kirfilega bókuð staðreynd. Hún á sér vitan-
lega forsendur í skynjun manna, og það eru þær forsendur sem þetta mál hér
hlýtur að stefna að því að reyna að varpa ljósi á. Engin ástæða er til að ætla
annað en hugtakið nykrað muni vera eldra en ritin sem það kemur fram í,
nema ef svo færi að hliðstæða fyndist í erlendum lærdómsritum, sem gæti
hafa orðið fyrirmynd. En það myndi þó að líkindum gilda einu um
skynjunina á bak við. Menn höfðu þessa sérstöku yfirfærslu milli skynjaðra
sviða í veruleikanum til að tjá það sem gerðist í lýsingu, þegar skipt var um
(samlíkingar-)efni — skipt máli — í miðju samhengi lýsingarinnar — eins og
þegar maður á vænlegum reiðskjóta gerði sér alltíeinu ljóst að hann var
lífshættuleg óskepna. Þegar Snorri og Ólafur töldu nykrað löst, þá var það að
verulegu leyti í þeim anda sem þeim kom úr erlendum fræðiritum um retórík,
lógfk og grammatík, þar sem fræðin um málbeitingarlistina felst í sundurliðun
og rökréttri útskýringu þeirrar tækni að beita máli á áhrifaríkan hátt með fullri
virðingu, ef ekki í fullkominni hlýðni við reglur málfræði sem átti að vera rétt
og rökleg. í slíkum ritum var mönnum kennt með fyrirmyndum. Þau voru
kennslurit og forskrifta. En mælskufræðin viðurkenndi líka að hægt væri að
beita mállöstum mörgum til áhrifa, og áhrifin eru ætíð það sem að er stefnt.
Augljóst er, að það hefur verið erfitt að fella innlenda dróttkvæðalist undir
kerfishugsun þessara fræða. Því verður að taka með ákveðnum fyrirvörum
þeim dómi Snorra og Ólafs, að nykrað sé löstur. Sá löstur gat einnig verið
magnað áhrifatæki í kveðskap sem og annarri málbeitingu, enda þótt það tæki
hlyti ekki heiðurssess hjá íhaldsmönnum sem var annast um ögun, rækt og
reglu listarinnar.
Á okkar dögum hef ég ekki orðið þess var að fræðimenn litu á skáld-
skaparfyrirbærið nykrað — nykrun mætti það heita að yrkja eða semja texta
þannig — öðruvísi en Snorri og Ólafur gefa beint tilefni til, en það er í raun-
inni út frá andstæðunni það ræktaða andspænis því villta, eða listvirki and-
spænis villigróðri. Orðtengslið við óskepnuna hefur þá aðeins orðið til þess
að styrkja sömu afstöðu og hjá stílfræðinni fomu, með þeirri ívilnun þó, að
stundum megi láta villigróðurinn njóta sín. Eg hef ekki orðið þess var, að
menn hugsuðu öllu lengra. Það nykraða verður þá yfirleitt séð sem einhvers