Gripla - 01.01.1998, Qupperneq 60
58
GRIPLA
að vera að hafa áhrif á hugarfar annarra, að breyta viðhorfi þeirra, sem er
heimsmynd þeirra, en ef það breytist, þá er um leið skipt máli þeirra. Því
verður einnig að líta á stöðu viðtakandans gagnvart textanum. Til þess að
nokkur áhrif verði af texta, verður hann að grípa og halda athygli og samúð
viðtakandans. Geri hann það, hefur hann náð valdi á viðtakanda sínum og
getur ef til vill leitt hann til að taka við sem sönnu einhverju því sem hann
hefði seint fallizt á, án tilkomu þessa áhrifavalds. Setjum nú svo, að fortölu-
atriði í textanum sé mikilvægt á þann hátt að það breyti heimsmynd lesanda,
þ.e. bæði skipti hann máli og skipti máli hans. Þá er tvennt til: Ef það sem
hann tekur þannig við er hollur lærdómur og nauðsynlegur, hefur hann gott
af. Það gæti borgið tilvist hans sem manns. Ef lærdómurinn er óhollur, getur
hann haft illt af, og skynji viðtakandinn, að þetta mál sé varasamt, getur hann
ef til vill tekið sig á og losað sig undan áhrifavaldi textans, án þess að verða
fyrir breytingu á sjálfum sér. En sé svo, í annan stað, að textinn flytji viðtak-
anda ekkert sem breytir honum, þá er líka tvennt til. Að textinn hafi jákvæð
áhrif með því að hjálpa viðtakanda að fara yfir og staðfesta lífsgildi hans. Það
getur orðið honum styrking í lífsbaráttunni (en óholl þó líklega, ef bæði
maður og texti eru á róli sem er illt og rangt). Þetta textahlutverk er almennt
séð mjög mikilvægt, því að allur þorri lesmáls er á þessa leið, staðfestandi og
ekki umbyltandi. í annan stað hlýtur það að vera til, að texti hafi alls engin
áhrif, hvorki til breytingar né styrkingar, skipti engu máli.
En hvemig sem þetta er sundur greint, er samt augljóst, að hlutverk texta
er sambærilegt við starfa reiðdýrs sem ber riddara sinn einhverja leið. Taki
reiðdýrið völdin af honum og beri hann þangað sem hann vildi ekki, þá er
textinn orðinn það sem nykurinn er myndhverfður persónugervingur fyrir, og
lesturinn sú reið á honum sem skiptir máli fyrir okkur með því að skipta máli
okkar, breyta afstöðu okkar til veruleikans. Samkvæmt þessari hugsun er
nykursögnin, eða getur verið, yfirfærsla og dýrið persónugervingur mikilvæg-
asta valdatækis heimsins, textans, málsins, því að viðtaka texta er sú reynsla
sem mestu ræður í samfélagi manna. Af þessu sést, að Pegasus er ekki einn
sinnar tegundar.
Þegar kenningar æpa hver gegn annarri ósamhæfar myndir af veruleik-
anum, mun það hafa verið nefnt nykrað vegna þess að reynslan af því hafi
þótt lík því að ráða ekki reiðskjótanum og vera jafnvel í bráðum háska á baki
hans. Slík raun kann að breyta viðhorfi, heimsmynd. Þegar nykrað er, er
breytt máli (orð Snorra) í samhengi innan texta, þ. e. þar er máli skipt, og það
verður á þann hátt að það skiptir máli fyrir manneskjuna. En nýgervingin, þar
sem ekki er breytt né skipt máli, er hætt við að ekki skipti miklu sem reynsla,