Gripla - 01.01.1998, Page 61
MANNESKJA ER DÝR OG HENNI ER HÆTT
59
einmitt vegna þess að „það mál, er upp er tekið“ er látið haldast til loka
samhengis. Og í þeirri skáldskaparfræði sem einkum lætur sig varða
upptekningu veruleikans í texta getur hún ekki talizt sérlega mikils virði, því
að hún er eins og japanskt tré í blómsturpotti ræktað nákvæmlega í það form
sem maðurinn batt það til. Nýgervingin hefur því ekki burði til að breyta
miklu um veruleikann, en þegar nykrun heppnast og sýnir manni í tvo eða
fleiri heimana, þá getur hún orkað þessu.
4 Lokaorð
Skáldskapur er ílát og farartæki í tungumálinu fyrir líf og heim. Hann nemur
líf og heim upp í sig með sínum hætti og rannsakar hann þar í atburðum og
átökum. Af því má skilja, hvers vegna ekki eru til eiginleg skáldskapar-
fræðileg hugtök, hugtök sem varða skáldskap sérstaklega og eru án tengsla
við lífið. Skáldskaparfræðileg hugtök eru slík, að þau varða einnig lífið. I
annan stað má af þessu skilja það, að slík hugtök eru annaðhvort sígild eða þá
ekki til nema ef til vill sem fræðiflugur um stund. Hugtaksheitið nykrað er
nafn metafóru sem hefur sígildi af því, að viðureign mannsins við nykur er í
reynslufrásögninni orðið að birtingarformi eilífra átakanna um heiminn milli
menningar og villiveraldar. A þessum grunni er því einnig eðlilegt að skáld-
skaparfræðilega hugtakið hafi orðið til. Þegar það kemur fram, að nykrað sé
sama sem finngálknað, mun varla ætlandi að um eiginlega andstæðu sé að
ræða þama á milli. Sú hugmynd að líkja því ósamhæfa í skáldskap við
skrímsli úr ósamhæfum pörtum (kjúklingalær á nauti e.þ.u.l.) var kunn í
fomum fræðibókum að sunnan. Þaðan er líklega ætlandi að hugmyndin um
þess háttar finngálknað sé komin. Um það má þó varla fullyrða. En þetta á
síður við um vatnaskepnuna nykur, sem gerzt hefur burðardýr einnar hinnar
mikilvægustu mannlegrar reynslu og hugmyndar. Raunar er full ástæða til að
gera lítið úr árekstri þessara hugmynda. Sá skilningur nykursagnarinnar sem
hér hefur verið gerður að gmnni skilnings á skáldskaparfræðihugtakinu er
miklu víðari, og upptök hinnar hugmyndarinnar myndu hæglega rúmast inn-
an hans.
Skólameistarar allra alda hafa tilhneigingu til að kenna það sem þeir halda
sig vita og það sem þeim þykir þurfa að kenna, og gott er að kenna það sem
hægt er að gera að einhvers konar tækni, sem og það sem gerlegt er að
afmarka frá öllu öðru. Það er erfitt að skilja það sem skynsemi okkar nær ekki
til, og það er að mörgu leyti betra að vera ekki alltaf að glíma við neitt ægi-
legt eða dularfullt. Þó verður því ekki móti mælt, að alvarlegur skáldskapur