Gripla - 01.01.1998, Page 66
64
GRIPLA
Á hrfsi
og háu grasi
er augna vegur
en eigi fóta.
Rétt eins og illa vini þarf að varast, stafar mikill uggur af þeirri ást sem flá-
ráðum konum er í brjóst lagin. Friður' þeirra er í 90. vísu Hávamála:
sem aki ió óbryddom
á ísi hálom,
teitom, tvévetrom,
ok sé tamr illa,
eða í byr óðom
beiti stiómlauso,
eða skyli haltr henda
hrein í þáfialli.1 2
Hér eins og víðar í líkingum Hávamála iða setningar af lífi og hreyfingu;
myndir eru kvikar. Hollræðum spekikvæðis að bergja mat í hófi, að rækja
trygga vináttu og að varast fláráðar ástir verður drjúgur stuðningur að raun-
sæjum lýsingum sem prýða kenningar hins foma skálds. Með slíku móti
birtast dæmi úr daglegri reynslu í nýju ljósi: þungstígar baulur þramma af
sjálfsdáðum heim úr loðnum haga að kveldlagi og verða eins konar tákn
þeirrar hófsemi að troða ekki í sig meira mat en heilnæmt sé. Hrakningar á
stýrislausu skipi í æsivindi úti á hafi minna rækilega á það angur sem stafar af
flærðum kvenna. Svipuðu máli gegnir um illa tamið trippi sem tifar óbrydd-
um hófum á hálum ísi. Þó er engan veginn svo langt gengið að brýna fólk
bemm orðum til að taka dæmi af dýmm í því skyni að leggja sem mesta stund
á listina að lifa rétt og skynsamlega.3
Þegar kvæði á borð við Hávamál er leyst upp í fmmþáttu sína nægir ekki
að taka einvörðungu mið af orðum, setningum, málsgreinum og siðrænum
verðmætum, heldur þykir nú einnig skylt að sinna hvers konar myndum og
líkingum. Ástæða er til að ætla að nákvæm rannsókn á öllum myndrænum
vísum Hávamála og skyldleika þeirra við önnur erindi þar myndi skerpa
skilning okkur á þeirri hugsun sem býr í kvæðinu. Hins skal einnig minnst að
hlutverk líkinga í skáldskap eru víslega flóknari en stundum er ráð fyrir gert,
1 Oröið friður í slíku sambandi merkir ‘ást’, rétt eins og löngum hefur verið talið.
2 Myndin af þeim halta kauða sem bjástrar við að elta uppi hrein í þáfjalli minnir á Sami sem
voru öllu slyngari við slíka hluti en Norðmenn sjálfir, að minnsta kosti ef engin þá var til baga.
3 Vitaskuld ber það vimi um skyldleika Hávamála með dæmisögum að þau vekja athygli á
háttum dýra, svo sem hrossa, hreina, úlfa, kúa og ama.