Gripla - 01.01.1998, Side 67
HR0RNARÞQLL
65
og harla lítill ávinningur er að leika skáldlegar myndir svo grátt sem David A.
H. Evans (1986) hefur gert og síðar verður vikið að.
2
Erindunum þrem sem ýjað er að í fyrirsögn greinar er það sameiginlegt að í
fyrra helmingi birtist eftirminnileg mynd og verður hún tilefni til siðferði-
legrar ályktunar í síðara helmingi, en sá hluti hefst með orðunum svá er.4
Vitaskuld þykir hentugt að ræða erindin þrjú í einni lotu svo að hægt sé að
skýra hvert um sig í ljósi þeirrar birti sem stafar af hinum tveim. Slíkar vísur
sverja sig í ætt við dæmisögur, hvort sem fjallað er um dýr eða önnur fyrir-
bæri, enda er ærin ástæða til að ætla að þær séu ortar eftir útlendum fyrir-
myndum (Hermann Pálsson 1990:37-40). Svipuð tilhögun er alkunn af
latneskum spekiorðum frá fyrri öldum, þar sem ályktun hefst með orðinu sic,
sem gegnir sama hlutverki og svá í Hávamálum. Enn skal minna á þá latnesku
speki af slíku tagi sem íslenskum skólanemum hefur löngum verið einna
kunnust, og er þó af ýmsu öðru efni að taka (Hermann Pálsson 1990:49, sjá
einnig 1990:274, 285):
Gutta cavat lapidem, non vi, sed sæpe cadendo:
Sic addiscit homo, non vi sed sæpe legendo.
Dropi holar stein, ekki með afli, heldur með því að falla oft.
Svo nemur maður ekki með afli heldur með því að lesa oft
Vísumar þrjár (50., 62. og 78.) hljóða á þessa lund:
Hrpmar þpll,
sú er stendr þorpi á,
*hlýrat henne bprkr né barr;
svá er maðr,
sá er manngi ann;
hvat skal hann lengi lifa?
4 Harla lítil nýlunda getur talist að atviksorðið svá gegni slíku hlutverki í því skyni að skýra
tilgang dæmisögu. Hemings þáttur Aslákssonar lýsir atviki, sem er raunar alkunn dæmisaga af
hundi; hann heldur á mat í hvoftinum, sér spegilmynd af sjálfum sér í vatni, reynir að ná bitanum
úr skuggamynd sinni og missir þá alls (‘Canis per fluvium camem ferens’). Sveinn Danakon-
ungur fylgdist með ófömm hundsins og svarar Tósta sem hvetur hann til að fara herferð til
Englands: „Svá veit ek, at mér mun fara, ef ek fer nú til Englands." Konungur gerði sér ljóst að
honum yrði ekki auðið að leggja England undir sig, en tilraunin gæti kostað hann Danmörku
(Hemings þáttur 1962:35-6, sjá einnig Hermann Pálsson 1982:92-93).