Gripla - 01.01.1998, Page 73
HR0RNAR ÞQLL
71
í fimmtugasta erindi er þöll sem stendur á þorpi líkt við mann sem enginn
elskar. Skjólleysi hennar er berum orðum lýst, og manninum veldur það mein
að honum stafar engin vemd af ástum annarra, en furunni er svo farið að hún
hreykir sér hærra en annar gróður og hefur hvorki barr né börk til hlífðar.
Gefið er í skyn að feigð standi báðum á hendur; slfkt er fólgið í spurdaga um
manninn: Hvat skal hann lengi lifa? Og naumast verður efast um skammlífi
þallar sem nýtur hvorki barrs né barkar; hún er komin að fótum fram. Slík
þöll ber ekki barr sitt framar. Hrömun þallar felur í sér vísan dauða hennar.
Nú hagar svo til að í fomum kveðskap gat orðið þQll eitt sér merkt ‘kona’
(hálfkenning), og því mun óhætt að gera ráð fyrir tvöföldu hlutverki þallar:
Henni er beitt ekki einungis í eiginlegri merkingu, ‘ung fura’, heldur órar þar
einnig fyrir merkingunni ‘kona, stúlka’, jafnvel þótt hér sé um hreina náttúm-
mynd að ræða.
Engin nýlunda mun það hafa þótt að einmana konu sé líkt við tré; fræg er
sjálfslýsing Guðrúnar Gjúkadóttur í Hamðismálum (5.vísu);
Einstœð em ek orðin
sem Qsp í holti,
fallin at frændom
sem fura at kvisti,
vaðin at vilia
sem víðir at laufi,
þá er in kvistskœða
kpmr um dag varman.8
Einsætt er að öminn í 62. erindi táknar hrokagikk sem hefur sig hátt yfir
aðra menn og verður síðan að gjalda stórlætis þegar kemur í margmenni þar
sem hann á fáa formælendur. Síðara hluta bregður mjög til niðurlags 25. vísu
um ósnotran mann sem hyggur alla menn vini sína sem hlæja við honum:
Þá þat finnr
er at þingi kpmr,
at hann á formælendr fá.
Þess er getið í fomum sögum að menn eigi fáa formælendur á Alþingi; svo
verður þeim Sámi og Þorbimi í Hrafnkels sögu og Oddi Ófeigssyni í Banda-
8 Ein ástæðan til þess að skáld líktu fólki við skógartré var að báðum var einhvers konar líf
sameiginlegt. Hér sakar ekki að minnast hugleiðingar í Konungs skuggsjá (1945:18): „ ... þvíat
trét er kvikt. Þat vex ok gefr grœnt lauf, ok svá hrornar þat ok þormar, þegar þat tekr at deyja. En
fyrir þat má þat kvikt kalla meðan þat er grœnt, at þat deyr þegar þat hrpmar."