Gripla - 01.01.1998, Page 74
72
GRIPLA
manna sögu, en lýsing Hávamála minnir þó einna mest á Ölkofra þátt, en þar
bregst greppur illa við stefnu um skógarbrennu (1950:85): „Qlkofri var
málóði ok heldr stórorðr, lét þess ván, ef vinir hans kœmi til þings, at Skapti
myndi eigi jafnstórliga láta.“ En þegar að þingi kemur, bregðast allir þeir sem
hann taldi vini sína og neituðu að veita honum liðsinni; hann átti sér ekki
formælanda þar (1950:86). „Var þá lokit stórleika hans ok drambi.“
Hverfleiki auðs í 78. erindis Hávamála minnir á tvær vísur í Hugsvinns-
málum. Auk hinnar 80. sem birt var hér að framan, heldur 34. vísa sér við
sama heygarðshomið:
Við meinum vama
skaltu á margan veg,
þótt þú sért fullsterkr at fé.
Margr er sá aumr,
er fyrir aurum ræðr.
Illt er auði at trúa.9
Um orðtakiðfullar grindr (Hávamál 78. vísa) skal þess geta, að það felur
í sér orðið/é sem merkti bæði ‘búfé’ (‘sauðfé, nautfé, geitfé’) og einnig ‘auð-
ur’, peninga í hvers konar mynd.
HEIMILDIR
Asgeir Blöndal Magnússon. 1989. Islensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykja-
vík.
Eddadigte I—II. 1955-1956.Utg. Jón Helgason. Ejnar Munksgaard, Kpbenhavn.
Einar Ól. Sveinsson (útg.). 1942. Fagrar heyrði eg raddirnar. Mál og menning,
Reykjavík.
Evans, David A. H. (útg.). 1986. Hávamál. Introduction:l-38. Commentary:75-157.
The Viking Society, London.
Hemings þáttr Áslákssonar. 1962. Ed. Gillian Fellows Jensen. EA. B:3. Copenhagen.
Hermann Pálsson. 1980. Unde venit unda. Gripla 4:92-95.
------. 1982. Sagnagerð. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
------. 1990. Heimur Hávamáia. Menningarsjóður, Reykjavík.
Hugsvinnsmál. 1977. Utg. Birgitte Tuvestrand. Lundastudier i nordisk sprákveten-
skap. A:29. Lund.
9 Bergmáli frá þessari bragsmíð bregður fyrir í Sólarljóðum (8. erindi):
Auð né heilsu
ræðr engi maðr,
þó honum gangi greitt.