Gripla - 01.01.1998, Side 140
138
GRIPLA
rekur hvaðan þau muni komin. Úr lágþýsku — plattþýðsku — eru komin orð
eins og kaprún, buxur, mussa, peisa og má það flest til sanns vegar færa. Þá
nefnir hann kaskeiti, kjól og vesti, enn fremur hálsklút, sokka og hosur (bls.
38). Flest eru þetta tökuorð en nokkur munu einfaldlega komin til okkar úr
dönsku eins og kjóll og vesti, enn önnur eru líklega miklu eldri tökuorð svo
sem orðið sokkar sem e.t.v. er komið unt fomensku og svo nefnir hann húfu,
hatt, hettu og trefil sem nú eru álitin erfðaorð.
Sigling Englendinga hefur m.a. haft þau áhrif að hér finnast nokkur orð úr
máli þeirra, einkum á Vestfjörðum, en ekki nefnir Jón þau sérstaklega heldur
nokkur sem komin eru um allt land, t.d. kokkáll og er það reyndar talið to. úr
fe. en franskt að uppruna og því eldra í málinu en „sigling engelskra“ (bls.
37). Hann telur hér einnig orðin happ, heppinn, heppni og heppnast, svo og
að púla (bls. 37-38) en þetta eru nú allt talin sameiginleg erfðaorð.
Þegar að þýskum kemur, tekst Jóni ekki vel upp. Hann telur orð eins og
kátlegur þaðan komin en kátur er norrænt erfðaorð og á sér ekki samsvaranir
í öðrum germönskum málum. Enda gefst hann upp og nefnir ekki fleiri orð úr
þýsku en snýr sér þess í stað að orðunum kot, kotún og kotra og rekur ættir
þeirra allt frá ensku yfir í spænsku, pólsku og ungversku (bls. 38); má vera að
tiltækar handbækur hafi hér leitt hann á villigötur?
Nokkur orð telur Jón vera úr frönsku komin, svo sem fustan og prísund
(bls. 38). Það er rétt athugað að þessi orð munu eiga uppruna sinn í fornri
frönsku en eru þó líklega til okkar komin úr miðlágþýsku eða miðensku. Enn
fremur getur Jón þess að ýmis orð er tilheyra hemaði muni úr frönsku komin,
svo sem manga kvk. ‘valslöngva’, buklari, gladíel og harneskja (bls. 38).
Síðari fræðimenn hallast þó að því að þessi orð muni úr frönsku komin um
miðlágþýsku í norrænu.
Jón telur það lítt saka þótt í málið séu tekin orð úr svo ólíkum tungum sem
latínu (bls. 37), t.d. titill, dekur, sánta ‘bölva’, eða klipin af latneskum orðum
svo sem antúr, af hinni gömlu pápisku tónandi: amabantur, legebantur
o.s.frv; og enn fremur rémus af oremus.
Commenta er brúkanligt ord ai Vest-fjördum fyrir lijtid herbergi, edur
Af-hws, mun vera af at commentera; so sem madr sie þar af-sijdis, edr
in Secessu, til at meditera, edur commentera nockud (bls. 37)
Jón ritar þetta síðasttalda orð með tveimur m-um en algengari miklu er mynd-
in kómenta sömu merkingar og virðist ekki bundin við Vestfirði eina. Upp-
runi orðsins er reyndar á huldu en þess má geta að skýring Jóns er ein af þeim
sem til greina koma enn í dag. I sambandi við orðið rémus ‘hik, óákveðni’ má