Gripla - 01.01.1998, Síða 142
140
GRIPLA
vísi að tala, en úr sumu þessu muni Tyro Juris Sveins Sölvasonar lögmanns
greiða nokkuð. Barn í lögum nefndi lögmaðurinn bókina á íslensku en Jón
(bls. 41) vildi láta hana heita
Vid-væning i Lðgum, edur Laga Vid-vænjng, þá Eg var vid Correction-
ena S honum, þá hann var hier prentadur, enn mjer leidst ei at umm-
breita einu orde, og liet eg þad so vera.
Þá víkur hann að málfari kirkjunnar manna (bls. 42): „enn mun vorum
Lærdu Andligrar Stjettar mönnum fara altijd betur wr hendi. fiærri fer þad.“
Hann undrar hversu illa hefur til tekist við að snúa dönskum bókum á ís-
lensku (bls. 42):
... at ef nockurt Ord er einshljcodandi edur vid-lijka hljœdandi i
baadum Tungunum, þai taka þeir strax, aan Efanar, þann Significatum,
sem þeirra Maali ialvydir; enn slijkt bregst marg-falldliga.
Hann vill þó ekki tala margt um þetta en nefnir þó nokkur dæmi eins og uppá
þaÖ fyrir fyrirþví, þarfyrir, þess vegna, sökum þess, vegna þess o.s.frv. (bls.
42-43). — Hér er nógu orðríkt í íslenskunni.
Jón finnur einnig að ýmsum atriðum öðrum svo sem titlatogi, réttritun og
skrift (bls. 43^44). Hann leggur áherslu á að hann hafi fundið að ‘óþarfa
nýbreytni’ í tungunni en segir svo orðrétt (bls. 44):
... eingin Twnga varir allajafna i sama Standi jaa varla ýfir 200. aar, so
eckert skeiki; so eigi er einwngis Commerciis, edur vidskiptum
annara þjooda allt'i'd umm at kenna, edur þeim framandi, sem adkoma,
og verda bw-fastir i Landi nockru. Enn Twngu maalum hallda helldst
Bækur vid, og einna helldst þai prentadar eru; og aa-samt þeim
Lærdir unenm med Lexicis, Glossariis, Grammaticis og þess haattar
Skrifum, og Poétæ þvj' nærst; og þó hvad helldst prestar, med þeirra
idulegu orda lagi til almwga.. Gef þw, at mœdurmaalit mitt etc. qvad
Sira Hallgr: ...
Enn sökum þess, at nw i þessu Sinni, er eigi aa-setnjngur minn, at
gjöra af þessu meira enn so, at s\yna nockurt ævæni þænka minna; þaa
Læt Eg hier umm full-farid ad þessu Sinni.
Fremst í handritinu Lbs 853 4to eru 6 saurblöð með titilsíðu og efnisyfirliti
eftir Pál stúdent Pálsson. Handritið sjálft skiptist í tvo hluta, eða eins og
stendur á titilsíðu:
Ljóda-Bók IV. í tveimur pórtum. innih. Ljódmæli Eggerts Vice Log-