Gripla - 01.01.1998, Page 170
168
GRIPLA
líkum, að slíkur föðurlandsvinur, almúgasinni, sagnadýrkandi og stríðsmaður
sem Gísli var, festi hugann við munnmælasögur íslenskrar alþýðu á þjóð-
sagnaöld sem nú var upprunnin, og hygði þá einkanlega að öllu því sem laut
að fornum tímum eða bar nokkum keim af hetjuanda fomsagnanna. Til góðs
vinar, Konráðs Gíslasonar orti Gísli Brynjólfsson 1846, og var þá tekinn að
lesa lög, sérsjálfum til lítillar gleði (Gísli Brynjúlfsson 1891:236-237):
Leiðr er eg á lögum,
leiðr á molludögum,
leiðr á lífsins snögum,
leiðr á flestum brögum,
leiðr á lýðum rögum,
og lærdóms sundrhlutan,
leiðr á öllu utan
Islendingasögum.
Þú hefr sjálfr sagt, að er
sorg og ami grandi þér,
þú í sögum fomum fyndir
fagrtærar svalalindir!
Það er satt, eg sé nú betr,
enn segir þetta böguletr,
að sá er munr á sögum fomum
og sögum er getr þessi öld,
sem hjá hnetti himinbomum
hangi tjörublys um kvöld;
og svo er á eptir sögum nýjum
sögur að lesa um foma öld,
sem er út úr svælubýjum
um svalandi og fögr kvöld
út á frjálsa að ganga gmnd
— eg get ei verið að nefna lund —
eðr eptir dauðadá
daprs vetrar gæðing á
í hressandi vorblæ um heiðar að ríða,
og hugann að losa við angr og kvíða.
Afstaða Gísla til alþýðlegra munnmælasagna og hugmyndir um skyldleika
þeirra við íslendingasögur kemur dável til skila í ritgerð sem hann lætur
prenta sem inngang að danskri þýðingu á íslenskri þjóðsögu um Hellismenn
sem birtist 1852 í Berlingi, lesendum danskra blaða til lærdóms og nokkurs
þroska að ætla verður, eða að minnsta kosti til skemmtunar og íhugunar. Ekki