Gripla - 01.01.1998, Page 181
BYLTINGASINNAÐ SKÁLD f ÞJÓÐFRÆÐAHAM
179
Gísla skálds Brynjólfssonar er eftirfarandi efni, og er þó engan veginn allt
upp talið.
3.2 Dálítil gamansaga
Sagan hefst með greinargerð sem tengir hana Möðmvallaheimilinu og móður
skrásetjarans eða fóstru hennar:
Sunneva gamla Markúsdóttur N[Síra Markús á Upsum — systur henn-
ar: Steinunn — Hildur.j' fóstra móður minnar xog þeirra barna' á
Möðruvöllum, (hún fór síðan með Önnu sál. móðursystur minni að
Ketilstöðum og dó þar eptir 1831 er við fórum að austan að Enni)
sagði meðal annars þessa gamansögu:
Það var einhvem tíma þegar það var siður manna að leggja nautshúðir
inní verzlan að [(fátækur(?)J maður nokkur[,J hugði sér til hreifis að
reyna að græða eitthvað á þessum sið, en (af því hann enga kýrhúðina
átti,) þá varð hann að grípa til annarra bragða. Hann tók hrosshúð og
batt við kýrhala, því það voru þá lög að þeir skyldu fylgja húðinni svo
menn gætu séð af hverskonar skepnu hún væri; fór síðan [útí skipj í
kaupstaðinn og útí skip til kaupmannsins, [EnJ og gengu honum
kaupin allvel og kom út húðinni svo ei bar á neinum prettum. Fór
hann síðan í land og hrósaði happi sínu, en daginn eptir varð kaup-
maður mjög reiður er hann fann að hann var svikinn, og sagði við ein-
hvem mann, sem þá var kominn útí skipið til að kaupslaga við hann,
þessi orð, sem síðan hafa verið höfð eptir honum: „Tekker tú ikke ten
man i gaaraftes som fik mjer belgen hest og batt við kuinstert með
lángin-nes og gretten-tes og kúle paa sin kjaft?“ — Því maðurinn, er
seldi hafði til þess að gera sig ókennilegan og völumæltan látið uppí
sig völu, og varð af því gúll út úr kinninni. En ekki er þess getið hvort
sá sem að var spurður gat sagt kaupmanni nokkuð frá, hver hinn var,
eða hvort hann hafi nokkumtíma náð í hann aptur, og mun sagan líka
einkum hafa verið sögð vegna hinnar hlægilegu bögumælgi kaup-
mannsins.
2“" Janúar 1851.
Annars segir hún líka að kaupmaður hafi aptur náð í manninn, og, er
Skrár hafa ekki fundist um handrit sem voru afhent Konungsbókhlöðu úr Háskólabókasafni
1932, enda er óvíst að þær séu til.