Gripla - 01.01.1998, Síða 183
BYLTINGASINNAÐ SKÁLD f ÞJÓÐFRÆÐAHAM
181
Ólöf, en afi Jónasar Þorsteinn, faðir Síra Hallgríms á Steinstöðum.
Síra Hallgrímur gamli kvað þetta K,Dúðadurtskvæði“-| við böm sín og
skrifa eg það hér upp eptir móður minni, en hún lærði af Sunnevu
fóstru sinni:
Dúðadurtskvæði Heptir Sunnevujþ9
Hér er kominn Dúðadurtur digur bæði og hár,
bíður hann fram í bæjardyrum bröndóttur og grár —
Kvæðið er prentað í útgáfu Ólafs Davíðssonar (1898-1903:164-171).
Handrit telur Ólafur fram á bls. 166 án þess að geta um uppskriftarbrot í
fórum Gísla Brynjólfssonar, hvort sem veldur samskiptaleysi Ólafs og Gísla
á fræðasviðinu eða hitt að Ólafi hafi þótt brotið ómerkilegt, þótt það væri af
eyfirskum uppruna, úr héraði höfundar og viðbótarheimild um skáldið sem
kvað, og væri ólíkt Ólafi sem fylgdi því fast fram að tína sem allra flest til og
nota, svo að allt væri sem fyllst og fullkomnast, að honum fannst, þótt hitt
væri undir hælinn lagt hvemig farið var með efnismagnið. Líklegra þykir mér
að Ólafur hafi ekki orðið þess áskynja að Guðrún Stefánsdóttir frá Möðru-
völlum kunni skil á kvæðinu og bæri þá vott um samskiptaleysi Gísla Brynj-
ólfsonar og Ólafs Davíðssonar á fræðasviðinu; læt ég þá eins og örugglega sé
rétt til getið að Gísli Brynjólfsson hafi skrifað upp eftir móður sinni, og hún
lært heima á Möðruvöllum af fóstru sinni, Sunnevu Markúsdóttur sem lík-
legast er, og má enn styðja frekari rökum að amtmannsdóttirin frá Möðru-
völlum hafi kynnst merkilegum ævintýrasögum sem hún gat bent syni sínum
til, þótt allt væri í brotum og ófullnægjandi sem hún mundi, þegar til átti að
taka.
3.5 Nokkrar sögur
Á stöku blaði sem liggur í fyrrgreindri umbrotsörk eru minnisgreinar um
sögur og ævintýri og eru sögur nefndar, en ekki skrifaðar upp, til að mynda:
Sögumar um Blákuflu, Rauðkuflu og Grænkuflu.
Grænkufl, Blákufl og Rauðkufl.
(manninn sem smiðaði völundarhúsið, fálkinn, öminn).
Utanmáls stendur: „Skrifa Finni Þorsteinssyni um tröllkallinn er átti kök-
una stóm, og aðrar sögur hans.“ Finn hefur Gísli þekkt frá Bessastaðaárunum.
9 + [eptir Sunnevu] útstrikad, líklega um leið og skrifað var en hún lærði af Sunnevu fóstru
sinni í næstu línufyrir ofan.